Íslenski boltinn

Víkingar spila heimaleik helgarinnar í 166 km fjarlægð frá bænum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga.
Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga. Vísir/Vilhelm
Ólafsvíkingar geta ekki spilað fyrsta heimaleik sinn í 1. deild karla í sumar á heimavelli sínum í Ólafsvík. Leikur Víkingsliðsins við Selfoss í 2. umferð 1. deildarinnar um helgina hefur verið færður í Akraneshöllina.

Liðin á höfuðborgarsvæðinu hafa mörg þurft að færa sína leiki yfir á gervigras eftir slæma tíð í vetur en Víkingar eru ekki í svo góðri stöðu að geta hoppað yfir á "næsta" gervigrasvöll.

Víkingar munu spila heimaleik sinn í 166 kílómetra fjarlægð frá bænum og það mun því taka stuðningsfólk Víkings um tvo klukkutíma að keyra á völlinn á laugardaginn.

Selfyssingar eru að spila annan leikinn í röð á Skaganum því þeir mættu ÍA á Norðurálsvellinum í 1. umferðinni. ÍA vann þann leik 1-0.

Víkingsliðið, sem féll úr Pepsi-deildinni síðasta haust, vann 3-2 sigur á KA á útivelli í fyrstu umferðinni eftir að hafa komist í 3-0 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×