Talið er að þessar tvær holur kosti milli 30 og 40 milljarða króna og áætlar Jan Müller, talsmaður olíuleitarfélaganna, að fjórir til sex milljarðar króna skili sér beint inn í færeyskt efnahagslíf.


Færeyskir ráðamenn sögðu Stöð 2 í fyrra að það væri bara spurning um tíma hvenær olían fyndist og atvinnumálaráðherrann Jóhan Dahl rifjaði upp að í Noregi hafi þurft að bora yfir þrjátíu holur áður en borinn hitti loksins á olíulind.
