Taekwondo-landsliðið varð Norðurlandameistari Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. maí 2014 21:30 Glæsilegur árangur hjá hópnum. Mynd/Tryggvi Rúnarsson Í gær fór fram Norðurlandamót í taekwondo á Íslandi. Alls mættu tæplega 200 keppendur á öllum aldri til leiks frá öllum Norðurlöndunum. Alls tóku um 60 keppendur frá Íslandi þátt, stærsti hópur sem hingað til hefur keppt á einu móti á vegum landsliðsins og endurspeglar mikla grósku í íþróttirinni. Keppni í bardaga Ísland vann 10 gull í bardaga, mesta fjölda frá upphafi. ÁstrósBrynjarsdóttir, sú unga og efnilega taekwondokona, varði titil sinn frá í fyrra, og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, okkar allra besta taekwondokona og ein sú besta í Evrópu, varð Norðurlandameistari fjórða árið í röð, sem er einstakur árangur. Landsliðsþjálfari Íslands og okkar besti keppandi, MeisamRafiei, vann sinn flokk með miklum yfirburðum og varð Norðurlandameistari. Daníel Jens Pétursson, núverandi Íslandmeistari, vann sterkasta flokk karla örugglega. Bjarni Júlíus Jónsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari, bæði í bardaga og formum, og hefur það aldrei gerst áður hjá landsliðinu á NM. Auk þeirra urðu Sverrir Elefsen, Karel Bergmann Gunnarsson, Aldís Inga Richardsdóttir, HerdísÞórðardóttir og SvanurÞórMikaelsson öll Norðurlandameistarar í bardaga. Íslenskir keppendur unnu svo til 11 silfurverðlauna í bardaga.Daníel Jens Pétursson og Kristmundur Gíslason berjast.Mynd/Tryggvi RúnarssonKeppni í formum Ísland vann til þriggja gullverðlauna í formum, og eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslands í þeim hluta keppninnar frá upphafi.Eyþór Atli Reynisson, 14 ára bráðefnilegur keppandi frá Ármanni, vann fyrstu gullverðlaun Íslendings á mótinu í formum og markaði þar með tímamót í sögu keppni í formum hjá landsliðinu því fram að því hafði enginn Íslendingur unnið Norðurlandameistaratitill í formum. Stuttu síðar vann Bjarni Júlíus Jónsson gullverðlaun í sínum flokki með minnsta mögulegum mun eftir æsispennandi keppni við Norðmann, en Norðmenn höfðu á að skipa gríðarlega sterku liði í keppni í formum. Í liðakeppni ungmenna unnu svo Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Aagard Egilsson og Svanur Þór Mikaelsson til gullverðlauna og kórónuðu þannig frábæran dag hjá íslensku keppendunum.Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson.Mynd/Tryggvi Rúnarsson Íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
Í gær fór fram Norðurlandamót í taekwondo á Íslandi. Alls mættu tæplega 200 keppendur á öllum aldri til leiks frá öllum Norðurlöndunum. Alls tóku um 60 keppendur frá Íslandi þátt, stærsti hópur sem hingað til hefur keppt á einu móti á vegum landsliðsins og endurspeglar mikla grósku í íþróttirinni. Keppni í bardaga Ísland vann 10 gull í bardaga, mesta fjölda frá upphafi. ÁstrósBrynjarsdóttir, sú unga og efnilega taekwondokona, varði titil sinn frá í fyrra, og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, okkar allra besta taekwondokona og ein sú besta í Evrópu, varð Norðurlandameistari fjórða árið í röð, sem er einstakur árangur. Landsliðsþjálfari Íslands og okkar besti keppandi, MeisamRafiei, vann sinn flokk með miklum yfirburðum og varð Norðurlandameistari. Daníel Jens Pétursson, núverandi Íslandmeistari, vann sterkasta flokk karla örugglega. Bjarni Júlíus Jónsson varð tvöfaldur Norðurlandameistari, bæði í bardaga og formum, og hefur það aldrei gerst áður hjá landsliðinu á NM. Auk þeirra urðu Sverrir Elefsen, Karel Bergmann Gunnarsson, Aldís Inga Richardsdóttir, HerdísÞórðardóttir og SvanurÞórMikaelsson öll Norðurlandameistarar í bardaga. Íslenskir keppendur unnu svo til 11 silfurverðlauna í bardaga.Daníel Jens Pétursson og Kristmundur Gíslason berjast.Mynd/Tryggvi RúnarssonKeppni í formum Ísland vann til þriggja gullverðlauna í formum, og eru þetta fyrstu gullverðlaun Íslands í þeim hluta keppninnar frá upphafi.Eyþór Atli Reynisson, 14 ára bráðefnilegur keppandi frá Ármanni, vann fyrstu gullverðlaun Íslendings á mótinu í formum og markaði þar með tímamót í sögu keppni í formum hjá landsliðinu því fram að því hafði enginn Íslendingur unnið Norðurlandameistaratitill í formum. Stuttu síðar vann Bjarni Júlíus Jónsson gullverðlaun í sínum flokki með minnsta mögulegum mun eftir æsispennandi keppni við Norðmann, en Norðmenn höfðu á að skipa gríðarlega sterku liði í keppni í formum. Í liðakeppni ungmenna unnu svo Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Aagard Egilsson og Svanur Þór Mikaelsson til gullverðlauna og kórónuðu þannig frábæran dag hjá íslensku keppendunum.Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson.Mynd/Tryggvi Rúnarsson
Íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira