Fótbolti

Simeone þakkaði mömmum leikmanna sinna fyrir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Simeone, þjálfari spænska liðsins Atlético Madrid, fagnar með Diego Costa á Brúnni í gær.
Diego Simeone, þjálfari spænska liðsins Atlético Madrid, fagnar með Diego Costa á Brúnni í gær. Vísir/Getty
Diego Simeone, þjálfari spænska liðsins Atlético Madrid, er búinn að gera frábæra hluti með liðið sem komst í gær í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge.

„Ég vil þakka mæðrum minna leikmanna sérstaklega fyrir því þær fæddu stráka með svona stórar hreðjar," sagði Diego Simeone á blaðamannafundi eftir leikinn og átti við fótboltann sem hann hélt á. Hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir rétta sigurhugarfarið og þar höfðu að hans mati mömmur þeirra mikil áhrif með rétta uppeldinu.

„Fólk mun muna lengi eftir því hvernig liðið mitt brást við hér í kvöld," sagði Simeone og átti þá við þegar hið öfluga varnarlið Chelsea komst í 1-0 á heimavelli.

Atlético Madrid svaraði með þremur mörkum og tryggði sér úrslitaleik á móti nágrönnunum úr Real Madrid. Úrslitaleikurinn fer fram í Lissabon 24. maí næstkomandi.



Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Mourinho: Ein mínúta í seinni hálfleik réð öllu

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tókst ekki að koma sínum mönnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið tapaði þá 1-3 á heimavelli á móti spænska liðinu Atlético Madrid og er úr leik.

Tiago: Draumar geta ræst

Tiago átti flottan leik á miðju Atlético Madrid í kvöld þegar liðið sló Chelsea út úr Meistaradeildinni og tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti nágrönnum sínum í Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×