Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Hrund Þórsdóttir skrifar 2. maí 2014 14:15 Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir meirihlutann í borgarstjórn ekki virða samkomulag um sáttarferli flugvallarins frá því í fyrra. vísir/sigurjón Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. Hjartað í Vatnsmýri hélt fréttamannafund í morgun á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar til að kynna það sem samtökin kalla gróf skref meirihluta borgarstjórnar síðustu vikur í átt að niðurrifi flugvallarins. Þetti geri meirihlutinn á sama tíma og hann láti svo virðast í fjölmiðlum að málið sé í farvegi nefndar Rögnu Árnadóttur, sem ríki, borg og Icelandair standi að. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir komið að ögurstundu fyrir flugvöllinn. Nýtt deiliskipulag var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 26.mars síðastliðinn og degi síðar í borgarráði. Fyrsta apríl samþykkti borgarstjórn deiliskipulagið og fékk það því afar hraða meðferð. Fyrirhuguð byggð á Hlíðarenda og í Skerjafirði munu eyðileggja neyðarflugbraut vallarins og segja forsvarsmenn Hjartans í Vatnsmýrinni að það færi nýtingarhlutfall hans í ruslflokk. Lokundardögum fjölgi til muna og völlurinn verði ónothæfur til sjúkraflugs í verstu veðrum. Borgin hefur tilkynnt að framkvæmdir við Hlíðarenda hefjist í lok þessa árs en Njáll segir að veiti Skipulagsstofnun deiliskipulaginu samþykki sitt gæti framkvæmdaleyfi verið veitt á næstu vikum. Því sé ljóst að meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar virði ekki samkomulag um sáttaferli flugvallarins sem samið var um í Hörpu þann 25. október í fyrra. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. Hjartað í Vatnsmýri hélt fréttamannafund í morgun á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar til að kynna það sem samtökin kalla gróf skref meirihluta borgarstjórnar síðustu vikur í átt að niðurrifi flugvallarins. Þetti geri meirihlutinn á sama tíma og hann láti svo virðast í fjölmiðlum að málið sé í farvegi nefndar Rögnu Árnadóttur, sem ríki, borg og Icelandair standi að. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir komið að ögurstundu fyrir flugvöllinn. Nýtt deiliskipulag var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 26.mars síðastliðinn og degi síðar í borgarráði. Fyrsta apríl samþykkti borgarstjórn deiliskipulagið og fékk það því afar hraða meðferð. Fyrirhuguð byggð á Hlíðarenda og í Skerjafirði munu eyðileggja neyðarflugbraut vallarins og segja forsvarsmenn Hjartans í Vatnsmýrinni að það færi nýtingarhlutfall hans í ruslflokk. Lokundardögum fjölgi til muna og völlurinn verði ónothæfur til sjúkraflugs í verstu veðrum. Borgin hefur tilkynnt að framkvæmdir við Hlíðarenda hefjist í lok þessa árs en Njáll segir að veiti Skipulagsstofnun deiliskipulaginu samþykki sitt gæti framkvæmdaleyfi verið veitt á næstu vikum. Því sé ljóst að meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar virði ekki samkomulag um sáttaferli flugvallarins sem samið var um í Hörpu þann 25. október í fyrra.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
„Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32