Telja ólíklegt að þingsályktun um slit verði afgreidd 3. maí 2014 13:57 Vilhjálmur Bjarnason vísir/stefán Stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja mjög ósennilegt að það takist að ljúka við gerð og samþykkja þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið á yfirstandandi þingi. Aðeins þrír nefndardagar eru eftir hjá Alþingi á yfirstandandi þingi en þeir eru allir í næstu viku, á mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Utanríkismálanefnd hefur ekki enn lokið umsögn við þingsályktunartillögu um slit viðræðna við Evrópusambandið. Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar þessa þingsályktun. Þeir stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja ósennilegt að það takist að ljúka umsögn utanríkismálanefndar og greiða atkvæði um þingsályktunartillögu, mögulega í breyttri mynd, á þeim stutta tíma sem eftir er, en mjög mörg önnur mál eru á dagskrá utanríkisrmálanefndar.Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er annar varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég tel að nefndin geti alveg klárað umsögn ef að vilji stendur til en það er hinsvegar margt órætt ennþá. Síðast þegar þetta var rætt á fundi utanríkismálanefndar þá voru margar gestakomur fyrirhugaðar. En það er ýmislegt hægt á einni viku ef vilji er fyrir hendi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki skynja áhuga á því að svæfa málið áfram í nefndinni og skilja það eftir. „Ef vilji er til þá tel ég nú að það sé meirihluti á þingi en hinsvegar þá kostar það töluvert. Sjálfstæðisflokkurinn er stærri en þingflokkurinn.“ Þeir þingmenn sem tjá sig um málið í óformlegum samtölum segja þó að ósennilegt sé að það takist að klára málið. Of stuttur tími sé til stefnu. Þingsályktun um slit viðræðna er ekki á dagskrá utanríkismálanefndar á mánudag en búist er við að málið verði til umræðu á miðvikudag og fimmtudag. Ekki hefur náðst í Birgi Ármannsson, formann utanríkismálanefndar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fimm þingfundir eru eftir en þingi verður frestað hinn 16. maí næstkomandi. ESB-málið Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja mjög ósennilegt að það takist að ljúka við gerð og samþykkja þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið á yfirstandandi þingi. Aðeins þrír nefndardagar eru eftir hjá Alþingi á yfirstandandi þingi en þeir eru allir í næstu viku, á mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Utanríkismálanefnd hefur ekki enn lokið umsögn við þingsályktunartillögu um slit viðræðna við Evrópusambandið. Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar þessa þingsályktun. Þeir stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja ósennilegt að það takist að ljúka umsögn utanríkismálanefndar og greiða atkvæði um þingsályktunartillögu, mögulega í breyttri mynd, á þeim stutta tíma sem eftir er, en mjög mörg önnur mál eru á dagskrá utanríkisrmálanefndar.Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er annar varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég tel að nefndin geti alveg klárað umsögn ef að vilji stendur til en það er hinsvegar margt órætt ennþá. Síðast þegar þetta var rætt á fundi utanríkismálanefndar þá voru margar gestakomur fyrirhugaðar. En það er ýmislegt hægt á einni viku ef vilji er fyrir hendi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki skynja áhuga á því að svæfa málið áfram í nefndinni og skilja það eftir. „Ef vilji er til þá tel ég nú að það sé meirihluti á þingi en hinsvegar þá kostar það töluvert. Sjálfstæðisflokkurinn er stærri en þingflokkurinn.“ Þeir þingmenn sem tjá sig um málið í óformlegum samtölum segja þó að ósennilegt sé að það takist að klára málið. Of stuttur tími sé til stefnu. Þingsályktun um slit viðræðna er ekki á dagskrá utanríkismálanefndar á mánudag en búist er við að málið verði til umræðu á miðvikudag og fimmtudag. Ekki hefur náðst í Birgi Ármannsson, formann utanríkismálanefndar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fimm þingfundir eru eftir en þingi verður frestað hinn 16. maí næstkomandi.
ESB-málið Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira