Tíu íslensk verðlaun á BJJ-móti í Kaupmannahöfn Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. maí 2014 15:30 Myndarlegur hópur. Mynd/Oddur Páll Um nýliðna helgi fór fram Copenhagen Open mótið í brasilísku jiu-jitsu. 15 íslenskir keppendur tóku þátt frá þremur íslenskum félögum, Mjölni, Fenri og VBC. Hluti hópsins tók einnig þátt á Danish Open sem fram fór um síðustu helgi þar sem íslensku keppendurnir voru afar sigursælir. Copenhagen Open er mót undir alþjóðlega BJJ sambandinu (IBJJF) og er vel sótt árlega. Fyrri hluti mótsins fór fram á laugardegi þar sem keppt var í hefðbundnum jiu-jitsu galla (gi). Þar tóku íslensku keppendurnir 10 verðlaun.Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni hlaut brons bæði í sínum þyngdarflokki (-94 kg) og opnum flokki brúnbeltinga. Ómar Yamak sigraði sinn þyngdarflokk (-70 kg) í flokki fjólublábeltinga og Pétur Jónasson sigraði opinn flokk fjólublábeltinga en þeir kepptu báðir undir merkjum Mjölnis. Daði Steinn Brynjarsson úr VBC og Halldór Logi Valson úr Fenri hrepptu báðir verðlaun í sínum flokkum en þeir kepptu í flokki fjólublábeltinga. Daði Steinn hlaut bronsverðlaun (-82 kg flokkur) og Halldór Logi (+100,5 kg flokkur) silfur.Brynjar Örn Ellertsson sigraði +100,5 kg flokk blábeltinga og hlaut bronsverðlaun í opnum flokki blábeltinga. Ingibjörg Birna Ársælsdóttir hlaut bronsverðlaun í -64 kg flokki blábeltinga en Ingibjörg og Brynjar koma bæði frá Mjölni. Þá hlaut Ari Páll Samúelsson úr VBC silfurverðlaun í flokki blábeltinga undir 76 kg. Laugardagurinn var sannarlega frábær en þau létu ekki staðar numið þar og héldu sigurgöngu sinni áfram á sunnudeginum þar sem keppt var án hefðbundins galla (nogi) og í flokki hvítbeltinga í galla. Þráinn Kolbeinsson tók aftur bronsið í sínum þyngdarflokki brúnbeltinga en gat ekki tekið þátt í opna flokkinum vegna meiðsla. Ómar Yamak sigraði undir 70 kg flokk fjólublábeltinga og voru þetta þriðju gullverðlaun hans á mótunum tveimur í Danmörku. Fenrismaðurinn Halldór Logi Valsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk fjólublábeltinga en aðeins er mánuður síðan hann fékk fjólubláa beltið. Þá hlutu þeir Pétur Jónasson og Daði Steinn Brynjarsson bronsverðlaun í sínum þyngdarflokkum fjólublábeltinga. Í blábeltingaflokkunum héldu íslensku keppendurnir áfram að sópa að sér verðlaunum. Brynjar Örn Ellertsson og Ingibjörg Birna Ársælsdóttir sigruðu sína flokka en Ingibjörg tók einnig bronsið í opnum flokki blábeltinga. Ari Páll Samúelsson hlaut þar að auki brons í sínum flokki. Þeir Tómas Pálsson, Arnar Þór Björnsson, báðir úr Fenri, Pétur Óskar Þorkelsson og Heiðdís Ósk Leifsdóttir, frá VBC, nældu sér öll í bronsið en þau kepptu í flokki hvítbeltinga í galla. Svo sannarlega frábær árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar á stóru alþjóðlegu móti.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Íþróttir Tengdar fréttir Íslendingar sópuðu að sér verðlaunum á BJJ-móti í Danmörku Sjö íslenskir keppendur tóku þátt á Danish Open mótinu í brasilísku jiu-jitsu um nýliðna helgi. Árangurinn lét ekki á sér standa þar sem okkar fólk hirti átta medalíur. 28. apríl 2014 18:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram Copenhagen Open mótið í brasilísku jiu-jitsu. 15 íslenskir keppendur tóku þátt frá þremur íslenskum félögum, Mjölni, Fenri og VBC. Hluti hópsins tók einnig þátt á Danish Open sem fram fór um síðustu helgi þar sem íslensku keppendurnir voru afar sigursælir. Copenhagen Open er mót undir alþjóðlega BJJ sambandinu (IBJJF) og er vel sótt árlega. Fyrri hluti mótsins fór fram á laugardegi þar sem keppt var í hefðbundnum jiu-jitsu galla (gi). Þar tóku íslensku keppendurnir 10 verðlaun.Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni hlaut brons bæði í sínum þyngdarflokki (-94 kg) og opnum flokki brúnbeltinga. Ómar Yamak sigraði sinn þyngdarflokk (-70 kg) í flokki fjólublábeltinga og Pétur Jónasson sigraði opinn flokk fjólublábeltinga en þeir kepptu báðir undir merkjum Mjölnis. Daði Steinn Brynjarsson úr VBC og Halldór Logi Valson úr Fenri hrepptu báðir verðlaun í sínum flokkum en þeir kepptu í flokki fjólublábeltinga. Daði Steinn hlaut bronsverðlaun (-82 kg flokkur) og Halldór Logi (+100,5 kg flokkur) silfur.Brynjar Örn Ellertsson sigraði +100,5 kg flokk blábeltinga og hlaut bronsverðlaun í opnum flokki blábeltinga. Ingibjörg Birna Ársælsdóttir hlaut bronsverðlaun í -64 kg flokki blábeltinga en Ingibjörg og Brynjar koma bæði frá Mjölni. Þá hlaut Ari Páll Samúelsson úr VBC silfurverðlaun í flokki blábeltinga undir 76 kg. Laugardagurinn var sannarlega frábær en þau létu ekki staðar numið þar og héldu sigurgöngu sinni áfram á sunnudeginum þar sem keppt var án hefðbundins galla (nogi) og í flokki hvítbeltinga í galla. Þráinn Kolbeinsson tók aftur bronsið í sínum þyngdarflokki brúnbeltinga en gat ekki tekið þátt í opna flokkinum vegna meiðsla. Ómar Yamak sigraði undir 70 kg flokk fjólublábeltinga og voru þetta þriðju gullverðlaun hans á mótunum tveimur í Danmörku. Fenrismaðurinn Halldór Logi Valsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk fjólublábeltinga en aðeins er mánuður síðan hann fékk fjólubláa beltið. Þá hlutu þeir Pétur Jónasson og Daði Steinn Brynjarsson bronsverðlaun í sínum þyngdarflokkum fjólublábeltinga. Í blábeltingaflokkunum héldu íslensku keppendurnir áfram að sópa að sér verðlaunum. Brynjar Örn Ellertsson og Ingibjörg Birna Ársælsdóttir sigruðu sína flokka en Ingibjörg tók einnig bronsið í opnum flokki blábeltinga. Ari Páll Samúelsson hlaut þar að auki brons í sínum flokki. Þeir Tómas Pálsson, Arnar Þór Björnsson, báðir úr Fenri, Pétur Óskar Þorkelsson og Heiðdís Ósk Leifsdóttir, frá VBC, nældu sér öll í bronsið en þau kepptu í flokki hvítbeltinga í galla. Svo sannarlega frábær árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar á stóru alþjóðlegu móti.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Íslendingar sópuðu að sér verðlaunum á BJJ-móti í Danmörku Sjö íslenskir keppendur tóku þátt á Danish Open mótinu í brasilísku jiu-jitsu um nýliðna helgi. Árangurinn lét ekki á sér standa þar sem okkar fólk hirti átta medalíur. 28. apríl 2014 18:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira
Íslendingar sópuðu að sér verðlaunum á BJJ-móti í Danmörku Sjö íslenskir keppendur tóku þátt á Danish Open mótinu í brasilísku jiu-jitsu um nýliðna helgi. Árangurinn lét ekki á sér standa þar sem okkar fólk hirti átta medalíur. 28. apríl 2014 18:00