Viðskipti erlent

Bill Gates ekki stærsti eigandi Microsoft

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Bill Gates er ekki lengur stærsti hlutafjáreigandi Microsoft og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins. Síðustu tvo daga hefur hann selt tæplega átta milljón hluti og á því um 330 milljón hluti.

Því er fyrrverandi framkvæmdastjóri Microsoft, Steve Ballmer, nú stærsti eigandi fyrirtækisins með 333 milljón hluti. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum Microsoft.

Frá þessu er sagt á vef CNN.

Þar segir að Gates eyði nú frístundum sínum og gífurlegum fjármunum í Bill og Melinda Gates stofnunina, sem hafi varið um 28,3 milljörðum dollara, eða tæplega 3,2 þúsund milljarða króna, gegn hungri og fátækt frá stofnun hans árið 1997.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×