Hamilton nánast fullkominn Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2014 17:45 Lífið leikur við Lewis Hamilton þessa dagana. Vísir/Getty Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes-liðsins í Formúlu 1, hefur byrjað tímabilið alveg frábærlega en eftir að klára ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vann hann næstu þrjár í Malasíu, Barein og Kína. „Enginn ökumaður verður heimsmeistari með slöku liði en það sem þú getur gert er að sýna hversu flotta sigra þú getur unnið,“ segir NigelMansell, fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, um samlanda sinn, Hamilton. Mercedes-bíllinn er sá langbesti í Formúlu 1 í ár eftir róttækar reglubreytingar og er Hamilton að nýta sér gæði bílsins til hins ítrasta. Hann hefur þrívegis náð ráspól og unnið þrjár keppnir sem fyrr segir. Eftir að verða heimsmeistari árið 2008 hefur Hamilton átt erfitt uppdráttar en hann lítur nú betur út en nokkru sinni fyrr og er sá maður sem aðrir þurfa að sigra ætli þeir að verða meistarar. „Hann er nánast búinn að vera fullkominn. Bara algjörlega frábær. Hann fær fullkomið frelsi til að sleppa fram af sér beislinu. Hann á bara eftir að fá meira sjálfstraust eftir því sem hann vinnur fleiri keppni,“ segir Nigel Mansell. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes-liðsins í Formúlu 1, hefur byrjað tímabilið alveg frábærlega en eftir að klára ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vann hann næstu þrjár í Malasíu, Barein og Kína. „Enginn ökumaður verður heimsmeistari með slöku liði en það sem þú getur gert er að sýna hversu flotta sigra þú getur unnið,“ segir NigelMansell, fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, um samlanda sinn, Hamilton. Mercedes-bíllinn er sá langbesti í Formúlu 1 í ár eftir róttækar reglubreytingar og er Hamilton að nýta sér gæði bílsins til hins ítrasta. Hann hefur þrívegis náð ráspól og unnið þrjár keppnir sem fyrr segir. Eftir að verða heimsmeistari árið 2008 hefur Hamilton átt erfitt uppdráttar en hann lítur nú betur út en nokkru sinni fyrr og er sá maður sem aðrir þurfa að sigra ætli þeir að verða meistarar. „Hann er nánast búinn að vera fullkominn. Bara algjörlega frábær. Hann fær fullkomið frelsi til að sleppa fram af sér beislinu. Hann á bara eftir að fá meira sjálfstraust eftir því sem hann vinnur fleiri keppni,“ segir Nigel Mansell.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira