Þingmaður Framsóknar gagnrýnir skrif varaborgarfulltrúa Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2014 13:54 Jóhanna María og Kristín Soffía Jónsdóttir eru sammála um að umræðan er úti á túni Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi skrifar á facebook síðu sína í dag að hún hafi verið að skila af sér grófri tilfinningakláms grein sem væri ekki fyrir viðkvæma ælupésa. Greinin Jóhönnu er ætlað að vera svar við grein Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hefur vakið mikið umtal upp á síðkastið. Kristín Soffía gagnrýndi í pistli á heimasíðu sinni, hvernig umræðan um flugvöllinn í Vatnsmýri væri orðin. Hún einkenndist af tilfinningaklámi án þess að rökum væri beitt, Þetta magn tilfinningakláms gerði það að verkum að hún væri við það að kasta upp yfir þeim. „Ég vil taka það skýrar fram að þessi texti er ádeila á þá umræðuhefð sem skapast hefur þegar flugvöllurinn er ræddur. Mér finnst fólk sem vill halda honum ekki vera drulludelar ekki frekar en mér finnst fólk sem vill sjá hann annarsstaðar vera 101 pakk sem hatar landsbyggðina," skrifaði Kristín Soffía á heimasíðu sína eftir að greinin hafði vakið sterk viðbrögð. Jóhanna María Sigmundsdóttir er ósammála orðum varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Hún segir málefni flugvallarins vera málefni allra, líka þeirra sem búa á landsbyggðinni. Hún sé ekki að tala um flugvöllinn sem slíkan heldur gagnrýna það að fólk tali um tilfinningarunk þegar verið sé að lýsa alvöru ástandsins á landsbyggðinni. „Mér finnst með ólíkindum hvað fólk reynir að beina sjónum frá málefninu og staðreyndum með því að gera lítið úr ótta fólks sem býr við þá nauðsyn að þurfa á flugvellinum að halda þar sem hann er. Áhyggjur um meiri kostnað, lengri vegalengd frá sjúkrahúsi og skerta þjónustu Reykjavíkur sem höfuðborg landsins eru réttmætar, ekki rúnk." segir Jóhanna María. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi skrifar á facebook síðu sína í dag að hún hafi verið að skila af sér grófri tilfinningakláms grein sem væri ekki fyrir viðkvæma ælupésa. Greinin Jóhönnu er ætlað að vera svar við grein Kristínar Soffíu Jónsdóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hefur vakið mikið umtal upp á síðkastið. Kristín Soffía gagnrýndi í pistli á heimasíðu sinni, hvernig umræðan um flugvöllinn í Vatnsmýri væri orðin. Hún einkenndist af tilfinningaklámi án þess að rökum væri beitt, Þetta magn tilfinningakláms gerði það að verkum að hún væri við það að kasta upp yfir þeim. „Ég vil taka það skýrar fram að þessi texti er ádeila á þá umræðuhefð sem skapast hefur þegar flugvöllurinn er ræddur. Mér finnst fólk sem vill halda honum ekki vera drulludelar ekki frekar en mér finnst fólk sem vill sjá hann annarsstaðar vera 101 pakk sem hatar landsbyggðina," skrifaði Kristín Soffía á heimasíðu sína eftir að greinin hafði vakið sterk viðbrögð. Jóhanna María Sigmundsdóttir er ósammála orðum varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Hún segir málefni flugvallarins vera málefni allra, líka þeirra sem búa á landsbyggðinni. Hún sé ekki að tala um flugvöllinn sem slíkan heldur gagnrýna það að fólk tali um tilfinningarunk þegar verið sé að lýsa alvöru ástandsins á landsbyggðinni. „Mér finnst með ólíkindum hvað fólk reynir að beina sjónum frá málefninu og staðreyndum með því að gera lítið úr ótta fólks sem býr við þá nauðsyn að þurfa á flugvellinum að halda þar sem hann er. Áhyggjur um meiri kostnað, lengri vegalengd frá sjúkrahúsi og skerta þjónustu Reykjavíkur sem höfuðborg landsins eru réttmætar, ekki rúnk." segir Jóhanna María.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira