Fótbolti

Cristiano Ronaldo: Neymar getur orðið sá besti í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fylgist með Neymar fagna marki með Messi.
Cristiano Ronaldo fylgist með Neymar fagna marki með Messi. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid og portúgalska landsliðsins í fótbolta, hefur trú á því að Brasilíumaðurinn geti orðið besti knattspyrnumaður heims.

Barcelona keypti hinn 22 ára gamla framhjá frá Santos síðasta sumar en fyrsta tímabilið hefur ekki gengið alveg eins og í sögu þrátt fyrir fín tilþrif Neymar inn á milli. Neymar er með 15 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum á sinni fyrstu leiktíð á Nývangi.

„Neymar er frábær leikmaður. Hann hefur sýnt það og sannað að þar fer leikmaður með bjarta framtíð. Honum hefur kannski ekki gengið alltof vel að aðlagast leik Barcelona-liðsins en hefur allt til að bera til að verða besta knattspyrnumaður heims í framtíðinni," sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við SporTV News.

Neymar verður í stjörnuhlutverki með brasilíska landsliðinu á HM á heimavelli í sumar en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur náð að skora 30 mörk í 47 landsleikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×