Bílahjal Jóns Gnarr kostaði hann Pollapönk Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 14:37 Jón Gnarr vildi ólmur horfa á Pollapönk syngja slagarann sinn, Enga fordóma, í forkeppni Eurovision í beinni útsendingu í gær. Vonaðist hann eftir að hlé yrði gert á fundi borgarstjórnar vegna keppninnar. Þegar keppnin hófst í Ríkissjónvarpinu stóð umræða um hverfaskipulag sem hæst í borgarstjórn. Jón Gnarr var afar ósáttur við það að fundi væri ekki lokið áður en Pollapönk steig á svið í kóngsins Köben. Var hann ósáttur við starfsbróður sinn í borgarstjórn, Júlíus Vífil Ingvarsson oddvita sjálfstæðismanna, um að vilja ekki slíta fundi. „Okkur sem hópi hefur verið sýnd lítilsvirðing, mér finnst þetta vináttuleysi gagnvart Óttarri Proppé," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri í ræðunnu. Júlíusi Vífli fannst skrýtið að hagsmunir borgarbúa væru hafðir að vettugi og settir í annað sætið á eftir söngvakeppninni. „Þetta er ekki boðlegt," sagði Júlíus Vífill og sakaði hann borgarstjóra sjálfan um að lengja borgarstjórnarfund. Borgarstjóri hefði sjálfur haldið langa tölu um bíla sem hefði að sönnu mátt vera styttri. Hann gæti horft á keppnina á Plúsnum. Hagsmunir borgarbúa hlytu að vera meiri en svo að borgarfulltrúar gerðu hlé á fundi til að horfa á sjónvarpið. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og samflokksmaður Júlíusar Vífils Ingvarssonar, tók hins vegar upp málefni söngvakeppninnar sérstaklega í stóli forseta í gærkvöld og óskaði Óttarri Proppé, 6. varaforseta hins háa Alþingis, til hamingju með árangurinn líkt og sjá má að neðan. Það er greinilega mismikill áhugi á söngvakeppninni innan raða Sjálfstæðismanna. Eurovision Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Jón Gnarr vildi ólmur horfa á Pollapönk syngja slagarann sinn, Enga fordóma, í forkeppni Eurovision í beinni útsendingu í gær. Vonaðist hann eftir að hlé yrði gert á fundi borgarstjórnar vegna keppninnar. Þegar keppnin hófst í Ríkissjónvarpinu stóð umræða um hverfaskipulag sem hæst í borgarstjórn. Jón Gnarr var afar ósáttur við það að fundi væri ekki lokið áður en Pollapönk steig á svið í kóngsins Köben. Var hann ósáttur við starfsbróður sinn í borgarstjórn, Júlíus Vífil Ingvarsson oddvita sjálfstæðismanna, um að vilja ekki slíta fundi. „Okkur sem hópi hefur verið sýnd lítilsvirðing, mér finnst þetta vináttuleysi gagnvart Óttarri Proppé," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri í ræðunnu. Júlíusi Vífli fannst skrýtið að hagsmunir borgarbúa væru hafðir að vettugi og settir í annað sætið á eftir söngvakeppninni. „Þetta er ekki boðlegt," sagði Júlíus Vífill og sakaði hann borgarstjóra sjálfan um að lengja borgarstjórnarfund. Borgarstjóri hefði sjálfur haldið langa tölu um bíla sem hefði að sönnu mátt vera styttri. Hann gæti horft á keppnina á Plúsnum. Hagsmunir borgarbúa hlytu að vera meiri en svo að borgarfulltrúar gerðu hlé á fundi til að horfa á sjónvarpið. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og samflokksmaður Júlíusar Vífils Ingvarssonar, tók hins vegar upp málefni söngvakeppninnar sérstaklega í stóli forseta í gærkvöld og óskaði Óttarri Proppé, 6. varaforseta hins háa Alþingis, til hamingju með árangurinn líkt og sjá má að neðan. Það er greinilega mismikill áhugi á söngvakeppninni innan raða Sjálfstæðismanna.
Eurovision Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira