Viðskipti erlent

Prentar út andlitsfarða í heimilis 3D-tölvunni

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Einföld og sniðug hugmynd.
Einföld og sniðug hugmynd. Vísir/Skjáskot
„Snyrtivörubransinn græðir mikinn pening með miklu bulli,“ hefur heimasíðan Business Insider eftir frumkvöðlinum Grace Choi fyrrverandi nema í viðskiptaháskólanum Harvard en hún áttaði sig á að hún gæti notað 3D prentara, sem kostar 300 Bandaríkjadali, eða tæplega 34 þúsund krónur, til að prenta út farða í hvaða lit sem er.

Hún segir að hægt sé að notast við hefðbundið litað prentarablek, sem sé sami liturinn og snyrtivörufyrirtækin nota í vörur þeirra og sé samþykkt af lyfjaeftirliti Bandaríkjanna.

„Þeir rukka hátt álag á eitthvað sem tæknin útvegar ókeypis – liti,“ sagði Choi.

Litaprentarar eru aðgengilegir öllum og hægt er að ná sér í ákjósanlega liti af internetinu.

Choi hefur sýnt hvernig þetta virkar eins og sjá má hér að neðan og ætlar sér stærri hluti með þessa hugmynd í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×