Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 09:09 Vísir/GVA Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, vill koma á frístundakorti fyrir eldri borgara, líkt og tíðkast með börn í mörgum sveitarfélögum landsins. Segir hann Framsóknarflokkinn vilja að frístundakortið verði 20.000 krónur sem geti nýst í sund, tónlistarnám, námskeið og tómstundir. Birkir Jón sagði í samtali við Vísi að rekstur Kópavogs hafi gengið vel á kjörtímabilinu, skuldir hafi lækkað og það sé verkefni nýrrar bæjarstjórnar að loknum kosningum að halda áfram á þeirri braut.Málefni unga fólksins eru honum einnig hugleikin. „Við viljum koma til móts við þarfi barnafjölskyldna í Kópavogi. Þar eru skólamálin fyrirferðamikil sem og íþrótta og tómstundamálin. Við viljum auka þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að taka upp frístundakort að upphæð 40.000 kr - kortið nái einnig til tónlistarnáms og fleiri tómstunda en áður,“ segir Birkir Jón. Kosningabaráttan er við það að fara á fullt í Kópavogi. Birkir Jón er afar sáttur við að vera kominn aftur í stjórnmálin og segir sveitarstjórnarstigið heilla. „Kópavogur er í dag að gera marga góða hluti - en við getum gert betur. Ég vonast til þess að reynsla mín á þingi og sveitarstjórnarmálum muni nýtast til að koma góðum málum áleiðis. Í sveitarstjórn er maður mikið nær allri ákvarðanatöku heldur en á Alþingi og kosningabaráttan tekur mið af því. Við eigum að reka samfélag þar sem velferð fólks verður ekki bara mæld í krónum og aurum.“ „Ef við fáum gott brautargengi í vor þá munum við verða í góðri stöðu til að gera Kópavog að enn betra samfélagi,“ segir Birkir Jón að lokum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, vill koma á frístundakorti fyrir eldri borgara, líkt og tíðkast með börn í mörgum sveitarfélögum landsins. Segir hann Framsóknarflokkinn vilja að frístundakortið verði 20.000 krónur sem geti nýst í sund, tónlistarnám, námskeið og tómstundir. Birkir Jón sagði í samtali við Vísi að rekstur Kópavogs hafi gengið vel á kjörtímabilinu, skuldir hafi lækkað og það sé verkefni nýrrar bæjarstjórnar að loknum kosningum að halda áfram á þeirri braut.Málefni unga fólksins eru honum einnig hugleikin. „Við viljum koma til móts við þarfi barnafjölskyldna í Kópavogi. Þar eru skólamálin fyrirferðamikil sem og íþrótta og tómstundamálin. Við viljum auka þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að taka upp frístundakort að upphæð 40.000 kr - kortið nái einnig til tónlistarnáms og fleiri tómstunda en áður,“ segir Birkir Jón. Kosningabaráttan er við það að fara á fullt í Kópavogi. Birkir Jón er afar sáttur við að vera kominn aftur í stjórnmálin og segir sveitarstjórnarstigið heilla. „Kópavogur er í dag að gera marga góða hluti - en við getum gert betur. Ég vonast til þess að reynsla mín á þingi og sveitarstjórnarmálum muni nýtast til að koma góðum málum áleiðis. Í sveitarstjórn er maður mikið nær allri ákvarðanatöku heldur en á Alþingi og kosningabaráttan tekur mið af því. Við eigum að reka samfélag þar sem velferð fólks verður ekki bara mæld í krónum og aurum.“ „Ef við fáum gott brautargengi í vor þá munum við verða í góðri stöðu til að gera Kópavog að enn betra samfélagi,“ segir Birkir Jón að lokum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira