Viðskipti erlent

NBC tapar á enska boltanum

Finnur Thorlacius skrifar
Áhorf hefur þrefaldast á enska boltann í Bandaríkjunum.
Áhorf hefur þrefaldast á enska boltann í Bandaríkjunum.
NBC keypti sýningaréttinn á enska boltanum til þriggja fyrir tímabilið í fyrra. Sala á auglýsingum kringum sýningar á leikjum enska boltans hefur ekki enn náð að skila NBC hagnaði, en talsmenn stöðvarinnar segja að því ætli þeir að breyta og mikið hafi lærst af fyrsta tímabilinu.

Meðaláhorf á hvern sýndan leik var 440.000 manns og hefur áhuginn aukist mjög mikið á síðustu árum. NBC hefur náð að þrefalda áhorfendafjöldann og alls hafa 30,5 milljón manns eitthvað horft á enska boltann á þessu tímabili sem nú er að klárast.

Á suma leiki hefur áhorf verið meira en nemur 1 milljón manns, en það er lítið í samanburði við áhorf á NFL leiki í ameríska fótboltanum, en þar er meðaltalið 17 milljón manns. Það að áhorfið er að aukast svona hratt á enska boltann gefur aukin tækifæri fyrir NBC og aldrei að vita nema að þessi þriggja ára sýningarréttur muni á endanum skila hagnaði til stöðvarinnar.

Víst er að árið í ár hefði farið betur ef Manchester United hefði gengið betur en fjölmargir áhangendur þess félags er í Bandaríkjunum, ekki síst í Detroit og Dallas. Hætt er við því að áhugi þeirra hafi minnkað er síga fór á ógæfuhliðna hjá Manchester United á tímabilinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×