
Guðrún Bryndís sagði farir sínar ekki sléttar eftir veru sína í framsóknarflokknum undanfarna mánuði í pistli sem hún birti í gær. Kom meðal annars fram að menn á bak við tjöldin virtust öllu stjórna, hún hefði fengið „vegginn“ hjá flokksfólki og endurtekið óskað eftir því að hún færi af lista flokksins.