Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2014 20:57 Nýr oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. Oddvitinn talar þýsku, frönsku og Arabísku, hefur sólópróf í flugi og spilar blak. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, héraðsdómslögmaður er 41 ára einstæð þriggja barna móðir, sem mun leiða listann fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí í vor. Sveinbjörg Birna er formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Hún segir að flugvallamálið sé eitt af aðalstefnumálum flokksins „Ég hef alltaf haft hjarta fyrir því að þarna eigi flugvöllurinn að vera og hvergi annarsstaðar en fyrir því eru margar aðrar ástæður. Þarna á flugvöllurinn að vera, það er engin efi í mínum huga“, segir Sveinbjörg Birna. Hún segir húsnæðismál líka vera mjög ofarlega hjá Framsóknarflokknum en sjálf býr hún leiguíbúð í Kópavogi en er með lögheimili í Reykjavík. „Ég er með lögheimili í Reykjavík í Bólstaðahlíð 56 en þar er ég búin að búa við mjög þröngan kost í íbúð með systur minni og þremur börnum. Það var nú þannig að annar eigandi var orðinn gjaldþrota, þannig að það varð ljóst að við myndum missa íbúðina þannig að mér áskotnaðist í mars á þessu ári íbúð í Furugrundinni í Kópavogi þar sem ég bý núna, þannig að ég er þessi Reykvíkingur sem er á hrakhólum húsnæðislega séð,“ bætir hún við. Sveinbjörg Birna segist vera góð tungumálamanneskja, talar reiprennandi þýsku og frönsku, auk þess sem hún er góð í arabísku. Hún æfir blak með Fylki og segist vera góð í þeirri íþrótt. „Ég er svaka smassari og góð í uppgjöfum“, segir hún og skellihlær. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Nýr oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. Oddvitinn talar þýsku, frönsku og Arabísku, hefur sólópróf í flugi og spilar blak. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, héraðsdómslögmaður er 41 ára einstæð þriggja barna móðir, sem mun leiða listann fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí í vor. Sveinbjörg Birna er formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Hún segir að flugvallamálið sé eitt af aðalstefnumálum flokksins „Ég hef alltaf haft hjarta fyrir því að þarna eigi flugvöllurinn að vera og hvergi annarsstaðar en fyrir því eru margar aðrar ástæður. Þarna á flugvöllurinn að vera, það er engin efi í mínum huga“, segir Sveinbjörg Birna. Hún segir húsnæðismál líka vera mjög ofarlega hjá Framsóknarflokknum en sjálf býr hún leiguíbúð í Kópavogi en er með lögheimili í Reykjavík. „Ég er með lögheimili í Reykjavík í Bólstaðahlíð 56 en þar er ég búin að búa við mjög þröngan kost í íbúð með systur minni og þremur börnum. Það var nú þannig að annar eigandi var orðinn gjaldþrota, þannig að það varð ljóst að við myndum missa íbúðina þannig að mér áskotnaðist í mars á þessu ári íbúð í Furugrundinni í Kópavogi þar sem ég bý núna, þannig að ég er þessi Reykvíkingur sem er á hrakhólum húsnæðislega séð,“ bætir hún við. Sveinbjörg Birna segist vera góð tungumálamanneskja, talar reiprennandi þýsku og frönsku, auk þess sem hún er góð í arabísku. Hún æfir blak með Fylki og segist vera góð í þeirri íþrótt. „Ég er svaka smassari og góð í uppgjöfum“, segir hún og skellihlær.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira