Fótbolti

Tiago: Draumar geta ræst

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Atlético Madrid fagna á Brúnni í kvöld.
Leikmenn Atlético Madrid fagna á Brúnni í kvöld. Vísir/Getty
Tiago átti flottan leik á miðju Atlético Madrid í kvöld þegar liðið sló Chelsea út úr Meistaradeildinni og tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti nágrönnum sínum í Real Madrid.

„Þetta er draumur. Það er frábær liðsandi hjá okkur og við erum frábært lið. Við vinnum allir vel saman og nú erum við komnir í úrslitaleikinn í Lissabon. Draumar geta ræst," sagði Tiago við BBC.

„Það er ekki auðvelt að spila við Chelsea á Brúnni og við vissum það. Við vissum samt líka að Chelsea þyrfti að sækja meira en síðast og við vissum að við erum alltaf góðir á útivelli. Chelsea-liðið missti dampinn eftir markið okkar, við fengum meira sjálfstraust og hérna erum við," sagði Tiago.

„Real Madrid er með stórkostlegt lið með fullt af frábærum leikmönnum. Við unnum bikarinn á þeirra heimavelli á síðasta ári og mætum því fullir sjálfstraust í þennan leik," sagði Tiago kátur.


Tengdar fréttir

Mourinho: Ein mínúta í seinni hálfleik réð öllu

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tókst ekki að koma sínum mönnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið tapaði þá 1-3 á heimavelli á móti spænska liðinu Atlético Madrid og er úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×