Tekst Grindvíkingum loks að vinna KR í lokaúrslitum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2014 11:27 Vísir//Daníel Sem kunnugt er hefst rimma KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld, en flautað verður til leiks í DHL-höll þeirra KR-inga kl. 19:15. Þetta er í þriðja sinn sem KR og Grindavík mætast í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Fyrsta rimma þeirra fór fram vorið 2000. Grindavík endaði í þriðja sæti Epson-deildarinnar (eins og efsta deild hét þá) og sló Keflavík og Hauka út á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR-ingar höfnuðu hins vegar í fimmta sæti í deildinni og tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigrum á Tindastóli og Njarðvík. Grindavík tók forystuna í einvígi liðanna með 67-64 sigri á heimavelli, en KR svaraði fyrir sig með stórsigri, 83-55, í Vesturbænum. Fyrir einvígið var ljóst að KR-ingar þyrftu að vinna leik í Grindavík ef þeir ætluðu sér titilinn, og það tókst þeim í þriðja leiknum. Lokatölur urðu 89-78, KR í vil. KR-ingar tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn, þann níunda í sögu félagsins, með 20 stiga sigri, 83-63, á heimavelli í leik fjögur. Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR-inga, var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar, en þjálfari Vesturbæinga var Ingi Þór Steinþórsson - sem gerði kvennalið Snæfells að Íslandsmeisturum í fyrsta skipti á dögunum - en hann var þarna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks.Vísir/DaníelKR og Grindavík mættust svo aftur níu árum seinna, árið 2009, í eftirminnilegri og frábærri úrslitarimmu. KR tefldi fram gríðarlega sterku liði á þessum tíma, en fyrir tímabilið höfðu þeir Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon snúið heim í Vesturbæinn úr atvinnumennsku. Þeir tveir fyrstnefndu höfðu verið í Íslandsmeistaraliðinu árið 2000, en þeir voru þá að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. KR varð deildarmeistari eftir að hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum á tímabilinu, en líkt og í ár var Grindavík eina liðið sem tókst að vinna KR í deildarkeppninni. KR-ingar héldu svo uppteknum hætti í úrslitakeppninni og sópuðu Breiðabliki og Keflavík út. Grindvíkingar fóru sömuleiðis nokkuð örugglega í gegnum ÍR og Snæfell á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR vann fyrsta leikinn í DHL-höllinni 88-84, en Grindvíkingar jöfnuðu metin með tólf stiga sigri, 100-88, í leik tvö. Þeir tóku svo frumkvæðið í einvíginu með 107-94 sigri í DHL-höllinni, en Nick Bradford fór á kostum í leiknum og skoraði 47 stig. KR-ingar náðu vopnum sínum á ný með 11 stiga sigri, 94-83, í Röstinni og því var ljóst að úrslitin myndu ráðast í oddaleik í Vesturbænum. Oddaleikurinn var þrunginn spennu og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. KR-ingar leiddu nær allan leikinn, en Grindvíkingar voru aldrei langt undan og fengu möguleika til að vinna leikinn í lokasókn sinni. Þeim tókst hins vegar ekki að koma skoti á körfuna og KR-ingar fögnuðu því Íslandsmeistaratitlinum í annað sinn á þremur árum.Benedikt Guðmundsson stýrði KR-ingum til beggja þessara Íslandsmeistaratitla, en honum til aðstoðar seinna árið var áðurnefndur Ingi Þór Steinþórsson. Það kemur svo í ljós á næstu dögum hvort KR-ingar hafi betur í þriðja skiptið eða hvort Grindvíkingum takist að rjúfa hefðina og vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitill á jafnmörgum árum.Vísir//DaníelVísir//Daníel Íslenski körfuboltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Sem kunnugt er hefst rimma KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld, en flautað verður til leiks í DHL-höll þeirra KR-inga kl. 19:15. Þetta er í þriðja sinn sem KR og Grindavík mætast í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Fyrsta rimma þeirra fór fram vorið 2000. Grindavík endaði í þriðja sæti Epson-deildarinnar (eins og efsta deild hét þá) og sló Keflavík og Hauka út á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR-ingar höfnuðu hins vegar í fimmta sæti í deildinni og tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigrum á Tindastóli og Njarðvík. Grindavík tók forystuna í einvígi liðanna með 67-64 sigri á heimavelli, en KR svaraði fyrir sig með stórsigri, 83-55, í Vesturbænum. Fyrir einvígið var ljóst að KR-ingar þyrftu að vinna leik í Grindavík ef þeir ætluðu sér titilinn, og það tókst þeim í þriðja leiknum. Lokatölur urðu 89-78, KR í vil. KR-ingar tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn, þann níunda í sögu félagsins, með 20 stiga sigri, 83-63, á heimavelli í leik fjögur. Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR-inga, var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar, en þjálfari Vesturbæinga var Ingi Þór Steinþórsson - sem gerði kvennalið Snæfells að Íslandsmeisturum í fyrsta skipti á dögunum - en hann var þarna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks.Vísir/DaníelKR og Grindavík mættust svo aftur níu árum seinna, árið 2009, í eftirminnilegri og frábærri úrslitarimmu. KR tefldi fram gríðarlega sterku liði á þessum tíma, en fyrir tímabilið höfðu þeir Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon snúið heim í Vesturbæinn úr atvinnumennsku. Þeir tveir fyrstnefndu höfðu verið í Íslandsmeistaraliðinu árið 2000, en þeir voru þá að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. KR varð deildarmeistari eftir að hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum á tímabilinu, en líkt og í ár var Grindavík eina liðið sem tókst að vinna KR í deildarkeppninni. KR-ingar héldu svo uppteknum hætti í úrslitakeppninni og sópuðu Breiðabliki og Keflavík út. Grindvíkingar fóru sömuleiðis nokkuð örugglega í gegnum ÍR og Snæfell á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR vann fyrsta leikinn í DHL-höllinni 88-84, en Grindvíkingar jöfnuðu metin með tólf stiga sigri, 100-88, í leik tvö. Þeir tóku svo frumkvæðið í einvíginu með 107-94 sigri í DHL-höllinni, en Nick Bradford fór á kostum í leiknum og skoraði 47 stig. KR-ingar náðu vopnum sínum á ný með 11 stiga sigri, 94-83, í Röstinni og því var ljóst að úrslitin myndu ráðast í oddaleik í Vesturbænum. Oddaleikurinn var þrunginn spennu og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. KR-ingar leiddu nær allan leikinn, en Grindvíkingar voru aldrei langt undan og fengu möguleika til að vinna leikinn í lokasókn sinni. Þeim tókst hins vegar ekki að koma skoti á körfuna og KR-ingar fögnuðu því Íslandsmeistaratitlinum í annað sinn á þremur árum.Benedikt Guðmundsson stýrði KR-ingum til beggja þessara Íslandsmeistaratitla, en honum til aðstoðar seinna árið var áðurnefndur Ingi Þór Steinþórsson. Það kemur svo í ljós á næstu dögum hvort KR-ingar hafi betur í þriðja skiptið eða hvort Grindvíkingum takist að rjúfa hefðina og vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitill á jafnmörgum árum.Vísir//DaníelVísir//Daníel
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira