Enski boltinn

Birkir hafði betur gegn Pálma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Sarpsborg í dag.
Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Sarpsborg í dag. Heimasíða Sarpsborg
Fjórum leikjum til viðbótar er lokið í fjórðu umferð norsku úrvalsdeildarinnar þar sem fimm Íslendingar komu við sögu.

Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn fyrir Brann þegar liðið bar sigurorð af Lillestrøm með tveimur mörkum gegn engu. Pálmi Rafn Pálmason spilaði sömuleiðis allan leikinn fyrir Lillestrøm.

Þeir Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru í byrjunarliði Sarpsborg sem tapaði 5-1 fyrir Molde á útivelli. Guðmundur lék allan leikinn, en Þórarni var skipt af velli eftir rúman klukkutíma.

Þá hafði Odd Grenland betur gegn Stabæk, 2-1, og Strømsgodset vann góðan útisigur á Sogndal með þremur mörkum gegn einu. Hjörtur Logi Valgarðsson spilaði allan leikinn fyrir Sogndal.

Leik Bodø/Glimt og Rosenborg er ólokið, en staðan í hálfleik er 1-1.


Tengdar fréttir

Fimm Íslendingar í byrjunarliði Viking

Sverrir Ingi Ingason, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Björn Daníel Sverrisson, Indriði Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson voru allir í byrjunarliði Viking sem bar sigurorð af FK Haugesund í fjórðu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag, en þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem það gerist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×