Sport

Liðsstjóri Armstrongs í tíu ára bann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bruyneel og Armstrong fagna einum af mörgum dagleiðarsigrum Armstrongs í Tour de France.
Bruyneel og Armstrong fagna einum af mörgum dagleiðarsigrum Armstrongs í Tour de France. Vísir/Getty
Johan Bruyneel, fyrrverandi liðsstjóri LanceArmstrongs, var í dag úrskurðaður í tíu ára keppnisbann fyrir þátttöku sína í lyfjahneyksli US Postal Service-liðsins sem Armstrong keppti fyrir.

Læknirinn PedroCeleya og þjálfarinn PepeMarti voru einnig úrskurðaðir í átta ára bann af bandaríska lyfjaeftirlitinu en allir störfuðu þeir fyrir USPS-liðið og léku lykilhlutverk í sjö sigrum Armstrongs í Frakklandshjólreiðunum.

Allir sjö titlanir voru teknir af Armstrong þegar hann var settur í lífstíðarbann vegna lyfjamisnotkunar árið 2012 en hann viðurkenndi loks að hafa notað ólögleg- og árangursbætandi lyf í viðtali við sjónvarpskonuna OpruhWinfrey í fyrra.

„Sönnunargögnin sýna án nokkurs vafa að herra Bruyneel var í innsta hring samsærisins sem stóð að því að ólögleg lyf voru notuð hjá USPS-liðinu og Discovery-liðinu. Gekk þetta yfir í mörg ár og voru margir hjólreiðamenn sem komu þar við sögu. Læknirinn Celaya og herra Marti voru einnig hluti af samsærinu,“ segir í yfirlýsingu bandaríska lyfjaeftirlitsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×