„Ég er algjörlega á móti því að Reykjavíkurborg gefi lóðir fyrir trúfélög“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 15:13 vísir/vilhelm/daníel „Ég er algjörlega á móti því að Reykjavíkurborg gefi lóðir fyrir trúfélög,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon. Þá segir hann að það sé eitthvað sem eigi ekki heima í nútímanum og vill hann sjá þessu breytt. Úthlutun lóðarinnar í Sogamýri var síðasti áfangi Reykjavíkurborgar í að útvega fjórum trúfélögum lóðir undir tilbeiðsluhús sín en nú þegar hafa farið fram lóðaúthlutanir til Ásatrúarfélagsins, Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og búddista. Tillagan um uppbyggingu mosku var samþykkt samhljóða í skipulagsráði og borgarráði á síðasta ári, en í rúm þrettán ár hafa múslimar á Íslandi falast eftir lóð í Reykjavík. Halldóri finnst staðsetning moskunnar í Sogamýri óheppileg. „Mér fyndist að þetta svæði ætti að vera tekið frá fyrir annað. Það er hjúkrunarheimili þarna rétt hjá og þetta er í íbúðabyggð.“ Þá telur hann að þrátt fyrir að trúfrelsi ríki samkvæmt stjórnarskrá þá dugi það ekki til að réttlæta það að Reykjavíkurborg gefi lóðir á þeim forsendum. Í september í fyrra óskuðu borgarfulltrúar í borgarráði eftir því að Alþingi endurskoði ákvæði í lögum sem kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undirskilja þær gatnagerðarlandi. Lögin hafi verið sett á þeim tíma þegar trúarlíf þjóðarinnar var almennara og einsleitara og meiri sátt ríkti um þátttöku opinberra aðila í rekstri trúfélaga, á þeim forsendum mátti færa rök fyrir því að eðlilegt væri að Reykjavíkurborg léti frá sér, án endurgjalds, lóðir undir kirkjur. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Ég er algjörlega á móti því að Reykjavíkurborg gefi lóðir fyrir trúfélög,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon. Þá segir hann að það sé eitthvað sem eigi ekki heima í nútímanum og vill hann sjá þessu breytt. Úthlutun lóðarinnar í Sogamýri var síðasti áfangi Reykjavíkurborgar í að útvega fjórum trúfélögum lóðir undir tilbeiðsluhús sín en nú þegar hafa farið fram lóðaúthlutanir til Ásatrúarfélagsins, Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og búddista. Tillagan um uppbyggingu mosku var samþykkt samhljóða í skipulagsráði og borgarráði á síðasta ári, en í rúm þrettán ár hafa múslimar á Íslandi falast eftir lóð í Reykjavík. Halldóri finnst staðsetning moskunnar í Sogamýri óheppileg. „Mér fyndist að þetta svæði ætti að vera tekið frá fyrir annað. Það er hjúkrunarheimili þarna rétt hjá og þetta er í íbúðabyggð.“ Þá telur hann að þrátt fyrir að trúfrelsi ríki samkvæmt stjórnarskrá þá dugi það ekki til að réttlæta það að Reykjavíkurborg gefi lóðir á þeim forsendum. Í september í fyrra óskuðu borgarfulltrúar í borgarráði eftir því að Alþingi endurskoði ákvæði í lögum sem kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undirskilja þær gatnagerðarlandi. Lögin hafi verið sett á þeim tíma þegar trúarlíf þjóðarinnar var almennara og einsleitara og meiri sátt ríkti um þátttöku opinberra aðila í rekstri trúfélaga, á þeim forsendum mátti færa rök fyrir því að eðlilegt væri að Reykjavíkurborg léti frá sér, án endurgjalds, lóðir undir kirkjur.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira