Samfylkingin í Kópavogi vill hækka frístundastyrk Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2014 15:45 Vísir/Vilhelm Samfylkingin í Kópavogi vill hækka frístundastyrk með hverju barni á árinu 2015 í 30 þúsund krónur og láta hann einnig nýtast til að greiða niður tónlistarnám. Á kjörtímabilinu öllu vill flokkurinn hækka styrkinn í 50 þúsund. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnuskrá Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí, sem samþykkt var á félagsfundi fyrir páska. Framtíðarsýn og stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir árin 2014 til 2018 felst meðal annars í: Að skoða þann möguleika að innrita börn í grunnskóla tvisvar á ári. Um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu og í ágúst þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs fyrr á árinu inn í grunnskóla skapast rými í leikskólum. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til skólakerfið tekur við. Með lengingu fæðingarorlofs verður samfellu komið á. Auk þess er munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og í desember og út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Að byggja upp traustan og hagstæðan leigumarkað með samstarfi við húsnæðisfélög eins og Búseta og Félagsstofnun stúdenta. Enn fremur að leita leiða til að stofna hlutafélag í eigu Kópavogsbæjar sem heldur utan um félagslegt íbúðarhúsnæði bæjarins, húsnæði fyrir fatlaða og þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Markmiðið verður fjölgun íbúða og sjálfbær rekstur. Samfylkingin í Kópavogi tekur undir hugmyndir ASÍ um samstarf sveitarfélaga og ríkis um uppbyggingu á leiguhúsnæði. Að stofnað verði öldungaráð í Kópavogi, skipað fulltrúum frá hinum ýmsu samtökum aldraðra í Kópavogi. Öldungaráðið á að vera ráðgefandi við öll málefni sem snerta málefni eldri borgara. Að Skólahljómsveit Kópavogs komist í framtíðarhúsnæði fyrir 50 ára afmæli sveitarinnar árið 2017. Að heimila að 2% af kosningabærum íbúum geti krafist borgarafundar um tiltekið málefni og að 10% af kosningabærum íbúum geti óskað eftir almennri atkvæðagreiðslu. Tekin verði upp hagsmunaskráning bæjarfulltrúa til birtingar á vef bæjarins. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Samfylkingin í Kópavogi vill hækka frístundastyrk með hverju barni á árinu 2015 í 30 þúsund krónur og láta hann einnig nýtast til að greiða niður tónlistarnám. Á kjörtímabilinu öllu vill flokkurinn hækka styrkinn í 50 þúsund. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnuskrá Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí, sem samþykkt var á félagsfundi fyrir páska. Framtíðarsýn og stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir árin 2014 til 2018 felst meðal annars í: Að skoða þann möguleika að innrita börn í grunnskóla tvisvar á ári. Um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu og í ágúst þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs fyrr á árinu inn í grunnskóla skapast rými í leikskólum. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til skólakerfið tekur við. Með lengingu fæðingarorlofs verður samfellu komið á. Auk þess er munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og í desember og út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Að byggja upp traustan og hagstæðan leigumarkað með samstarfi við húsnæðisfélög eins og Búseta og Félagsstofnun stúdenta. Enn fremur að leita leiða til að stofna hlutafélag í eigu Kópavogsbæjar sem heldur utan um félagslegt íbúðarhúsnæði bæjarins, húsnæði fyrir fatlaða og þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Markmiðið verður fjölgun íbúða og sjálfbær rekstur. Samfylkingin í Kópavogi tekur undir hugmyndir ASÍ um samstarf sveitarfélaga og ríkis um uppbyggingu á leiguhúsnæði. Að stofnað verði öldungaráð í Kópavogi, skipað fulltrúum frá hinum ýmsu samtökum aldraðra í Kópavogi. Öldungaráðið á að vera ráðgefandi við öll málefni sem snerta málefni eldri borgara. Að Skólahljómsveit Kópavogs komist í framtíðarhúsnæði fyrir 50 ára afmæli sveitarinnar árið 2017. Að heimila að 2% af kosningabærum íbúum geti krafist borgarafundar um tiltekið málefni og að 10% af kosningabærum íbúum geti óskað eftir almennri atkvæðagreiðslu. Tekin verði upp hagsmunaskráning bæjarfulltrúa til birtingar á vef bæjarins.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira