Katrín Jakobsdóttir nýtur mestrar virðingar formanna Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2014 20:45 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga stjórnmálaflokka á Alþingi varðandi þá persónueiginleika sem almenningur telur að prýða eigi stjórnmálaleiðtoga samkvæmt könnun MMR. Borgarstjóri og forseti Íslands þykja líka góðum kostum búnir. Í könnun MMR er spurt út í átta persónuleikaeinkenni sem prýða mega góðan stjórnmálaleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir lendir alls staðar í fyrsta eða öðru sæti og því augljóst að almenningur ber mikið traust til hennar. Í könnun MMR var spurt hvað af tilteknum kostum fólk teldi stjórnmálaleiðtoga landsins hafa. Katrín Jakobsdóttir skorar hæst í þremur af átta flokkum. Þannig telja 48 prósent þeirra sem taka afstöðu að hún sé heiðarleg en næst á eftir henni kemurJón Gnarr en síðan leiðtogar annarra flokka og forsetinn. Fjörtíu og fimm prósent telja Katrínu einnig standa á eigin meiningu og þar fyglir borgarstjórinn fast á eftir og 41 prósent telja að hún sé ákveðin en í öðru sætinu þar er Ólafur Ragnar Grímsson. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þessar niðurstöður ekki koma henni á óvart. „Nei þetta kemur mér ekki á óvart og ekki vinstri grænum væntanlega. En það gleður okkur um leið að þjóðin skuli vera sammála okkur í þessum efnum. Þarna eru eiginleikar sem er auðvitað mikilvægt að góður forystumaður hafi yfir að búa,“ segir Svandís.Aðeins borgarstjórinn er talinn gæddur meiri persónutöfrum en Katrín af stjórnmálaleiðtogum landsins, forsetinn er talinn sterkastur en þar kemur Katrín á hæla Ólafs Ragnars, Jón Gnarr er talinn í mestum tengslum við almenning, síðan Katrín og þá forsetinn, flestir telja hann einnig vera fæddan leiðtoga en síðan Katrínu og þá eru flestir þeirrar skoðunar að forsetinn vinni vel undir álagi, en þar er varla mælanlegur munur á henni og forsetanum, hann með 25 prósent en hún 24,6 prósent. Athygli vekur að allt frá 28 prósentum til 47 prósenta telja að aðrir stjórnmálaleiðtogar á þingi hafi ekki yfir neinum þessara kosta að ráða og þar trónir forsætiráðherrann efstur ásamt formönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. En hvernig kemur hún sínum sjónarmiðum á framfæri þegar hún vill ráða ferðinni? „Ég held að það komi ágætlega fram í þessari könnun. Katrín er bæði góð í að tala og góð í að hlusta. Og ég held að það sé eiginleiki sem margir mættu tileinka sér meira í stjórnmálum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Skoða má könnun MMR í heild sinni hér: Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga stjórnmálaflokka á Alþingi varðandi þá persónueiginleika sem almenningur telur að prýða eigi stjórnmálaleiðtoga samkvæmt könnun MMR. Borgarstjóri og forseti Íslands þykja líka góðum kostum búnir. Í könnun MMR er spurt út í átta persónuleikaeinkenni sem prýða mega góðan stjórnmálaleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir lendir alls staðar í fyrsta eða öðru sæti og því augljóst að almenningur ber mikið traust til hennar. Í könnun MMR var spurt hvað af tilteknum kostum fólk teldi stjórnmálaleiðtoga landsins hafa. Katrín Jakobsdóttir skorar hæst í þremur af átta flokkum. Þannig telja 48 prósent þeirra sem taka afstöðu að hún sé heiðarleg en næst á eftir henni kemurJón Gnarr en síðan leiðtogar annarra flokka og forsetinn. Fjörtíu og fimm prósent telja Katrínu einnig standa á eigin meiningu og þar fyglir borgarstjórinn fast á eftir og 41 prósent telja að hún sé ákveðin en í öðru sætinu þar er Ólafur Ragnar Grímsson. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þessar niðurstöður ekki koma henni á óvart. „Nei þetta kemur mér ekki á óvart og ekki vinstri grænum væntanlega. En það gleður okkur um leið að þjóðin skuli vera sammála okkur í þessum efnum. Þarna eru eiginleikar sem er auðvitað mikilvægt að góður forystumaður hafi yfir að búa,“ segir Svandís.Aðeins borgarstjórinn er talinn gæddur meiri persónutöfrum en Katrín af stjórnmálaleiðtogum landsins, forsetinn er talinn sterkastur en þar kemur Katrín á hæla Ólafs Ragnars, Jón Gnarr er talinn í mestum tengslum við almenning, síðan Katrín og þá forsetinn, flestir telja hann einnig vera fæddan leiðtoga en síðan Katrínu og þá eru flestir þeirrar skoðunar að forsetinn vinni vel undir álagi, en þar er varla mælanlegur munur á henni og forsetanum, hann með 25 prósent en hún 24,6 prósent. Athygli vekur að allt frá 28 prósentum til 47 prósenta telja að aðrir stjórnmálaleiðtogar á þingi hafi ekki yfir neinum þessara kosta að ráða og þar trónir forsætiráðherrann efstur ásamt formönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. En hvernig kemur hún sínum sjónarmiðum á framfæri þegar hún vill ráða ferðinni? „Ég held að það komi ágætlega fram í þessari könnun. Katrín er bæði góð í að tala og góð í að hlusta. Og ég held að það sé eiginleiki sem margir mættu tileinka sér meira í stjórnmálum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Skoða má könnun MMR í heild sinni hér:
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira