Katrín Jakobsdóttir nýtur mestrar virðingar formanna Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2014 20:45 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga stjórnmálaflokka á Alþingi varðandi þá persónueiginleika sem almenningur telur að prýða eigi stjórnmálaleiðtoga samkvæmt könnun MMR. Borgarstjóri og forseti Íslands þykja líka góðum kostum búnir. Í könnun MMR er spurt út í átta persónuleikaeinkenni sem prýða mega góðan stjórnmálaleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir lendir alls staðar í fyrsta eða öðru sæti og því augljóst að almenningur ber mikið traust til hennar. Í könnun MMR var spurt hvað af tilteknum kostum fólk teldi stjórnmálaleiðtoga landsins hafa. Katrín Jakobsdóttir skorar hæst í þremur af átta flokkum. Þannig telja 48 prósent þeirra sem taka afstöðu að hún sé heiðarleg en næst á eftir henni kemurJón Gnarr en síðan leiðtogar annarra flokka og forsetinn. Fjörtíu og fimm prósent telja Katrínu einnig standa á eigin meiningu og þar fyglir borgarstjórinn fast á eftir og 41 prósent telja að hún sé ákveðin en í öðru sætinu þar er Ólafur Ragnar Grímsson. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þessar niðurstöður ekki koma henni á óvart. „Nei þetta kemur mér ekki á óvart og ekki vinstri grænum væntanlega. En það gleður okkur um leið að þjóðin skuli vera sammála okkur í þessum efnum. Þarna eru eiginleikar sem er auðvitað mikilvægt að góður forystumaður hafi yfir að búa,“ segir Svandís.Aðeins borgarstjórinn er talinn gæddur meiri persónutöfrum en Katrín af stjórnmálaleiðtogum landsins, forsetinn er talinn sterkastur en þar kemur Katrín á hæla Ólafs Ragnars, Jón Gnarr er talinn í mestum tengslum við almenning, síðan Katrín og þá forsetinn, flestir telja hann einnig vera fæddan leiðtoga en síðan Katrínu og þá eru flestir þeirrar skoðunar að forsetinn vinni vel undir álagi, en þar er varla mælanlegur munur á henni og forsetanum, hann með 25 prósent en hún 24,6 prósent. Athygli vekur að allt frá 28 prósentum til 47 prósenta telja að aðrir stjórnmálaleiðtogar á þingi hafi ekki yfir neinum þessara kosta að ráða og þar trónir forsætiráðherrann efstur ásamt formönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. En hvernig kemur hún sínum sjónarmiðum á framfæri þegar hún vill ráða ferðinni? „Ég held að það komi ágætlega fram í þessari könnun. Katrín er bæði góð í að tala og góð í að hlusta. Og ég held að það sé eiginleiki sem margir mættu tileinka sér meira í stjórnmálum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Skoða má könnun MMR í heild sinni hér: Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga stjórnmálaflokka á Alþingi varðandi þá persónueiginleika sem almenningur telur að prýða eigi stjórnmálaleiðtoga samkvæmt könnun MMR. Borgarstjóri og forseti Íslands þykja líka góðum kostum búnir. Í könnun MMR er spurt út í átta persónuleikaeinkenni sem prýða mega góðan stjórnmálaleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir lendir alls staðar í fyrsta eða öðru sæti og því augljóst að almenningur ber mikið traust til hennar. Í könnun MMR var spurt hvað af tilteknum kostum fólk teldi stjórnmálaleiðtoga landsins hafa. Katrín Jakobsdóttir skorar hæst í þremur af átta flokkum. Þannig telja 48 prósent þeirra sem taka afstöðu að hún sé heiðarleg en næst á eftir henni kemurJón Gnarr en síðan leiðtogar annarra flokka og forsetinn. Fjörtíu og fimm prósent telja Katrínu einnig standa á eigin meiningu og þar fyglir borgarstjórinn fast á eftir og 41 prósent telja að hún sé ákveðin en í öðru sætinu þar er Ólafur Ragnar Grímsson. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þessar niðurstöður ekki koma henni á óvart. „Nei þetta kemur mér ekki á óvart og ekki vinstri grænum væntanlega. En það gleður okkur um leið að þjóðin skuli vera sammála okkur í þessum efnum. Þarna eru eiginleikar sem er auðvitað mikilvægt að góður forystumaður hafi yfir að búa,“ segir Svandís.Aðeins borgarstjórinn er talinn gæddur meiri persónutöfrum en Katrín af stjórnmálaleiðtogum landsins, forsetinn er talinn sterkastur en þar kemur Katrín á hæla Ólafs Ragnars, Jón Gnarr er talinn í mestum tengslum við almenning, síðan Katrín og þá forsetinn, flestir telja hann einnig vera fæddan leiðtoga en síðan Katrínu og þá eru flestir þeirrar skoðunar að forsetinn vinni vel undir álagi, en þar er varla mælanlegur munur á henni og forsetanum, hann með 25 prósent en hún 24,6 prósent. Athygli vekur að allt frá 28 prósentum til 47 prósenta telja að aðrir stjórnmálaleiðtogar á þingi hafi ekki yfir neinum þessara kosta að ráða og þar trónir forsætiráðherrann efstur ásamt formönnum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. En hvernig kemur hún sínum sjónarmiðum á framfæri þegar hún vill ráða ferðinni? „Ég held að það komi ágætlega fram í þessari könnun. Katrín er bæði góð í að tala og góð í að hlusta. Og ég held að það sé eiginleiki sem margir mættu tileinka sér meira í stjórnmálum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Skoða má könnun MMR í heild sinni hér:
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira