Fótbolti

Ekkert lið betra en Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Pep Guardiola, stjóri Bayern München, segir að Real Madrid sé með besta lið Evrópu um þessar mundir.

Real vann fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á heimavelli í gær, 1-0. Guardiola var áður stjóri Barcelona og hafði þar til í gær aldrei tapað leik á Santiago Bernabeu sem knattspyrnustjóri.

„Við töpuðum. Þetta var erfiður leikur en seinni leikurinn er eftir og við munum reyna að koma öllum leikmönnum í stand fyrir hann,“ sagði Guardiola eftir leikinn í gær.

„Madrid hefur alltaf spilað eins og þeir gerðu í kvöld. Þeir eru eldsnöggir og leyfa manni að vera með boltann þangað til að maður tapar honum.“

„Maður verður að vera afar skipulagður gegn Real Madrid og við vorum það. Ég er afar stoltur af mínu liði.“

„Það er ekkert lið sem er betra en Real Madrid í dag en okkur vantaði bara markið í kvöld. Nú þurfum við að skora 2-3 í næsta leik og verður það markmið okkar.“


Tengdar fréttir

Ronaldo: Ég er í góðu lagi

Cristiano Ronaldo segist vera heill heilsu á ný eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðustu vikurnar.

Benzema sá um Bayern | Sjáðu markið

Real Madrid er í góðri stöðu í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á heimavelli á Evrópumeisturum Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×