Sport

Fékk bann fyrir að nota tjöru

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pineda faldi tjöruna á hálsinum sínum.
Pineda faldi tjöruna á hálsinum sínum. Vísir/Getty
Michael Pineda, kastara hjá New York Yankees, var dæmdur í tíu leikja bann fyrir að reyna að bæta köstin sín á ólöglegan máta.

Pineda faldi tjöru á hálsinum sem hann nuddaði á boltann til að ná betri snúningi á köstin sín. Það er ólöglegt að nota hvers konar efni til að bæta gripið á boltnum, hvort sem það er munnvatn, sápa eða tjara.

Freistingin er þó vissulega staðar því leikmenn hafa greiðan aðgang að þessum efnum. Þeir leikmenn sem slá er heimilt að nota hvaða efni sem er til að bæta grip sitt á kylfunum.

Upp komst um tjörunotkun Pineda í leik liðsins gegn erkifjendunum í Boston Red Sox í fyrrakvöld og var hann rekinn af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×