Sport

Ásgeir og Kristín unnu tvöfalt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ásgeir með sigurlaunin.
Ásgeir með sigurlaunin. Mynd/STÍ
Ólympíufarinn Ásgeir Sigurgeirsson varð tvöfaldur Íslandsmeistari í keppni með loftskammbyssu á Íslandsmeistaramótinu sem haldið var í Egilshöllinni í gær.

Ásgeir, sem keppir fyrir Skotfélag Reykjavíkur, fékk 572 stig en Ívar Ragnarsson úr Skotfélagi Kópavogs varð annar með 551 stig og ÓlafurEgilsson fékk 534 og hafnaði í þriðja sæti.

Þá varð Bára Einarsdóttir úr Skotfélagi Kópavogs Íslandsmeistari kvenna í loftskammbyssu. Meira um það má sjá hér á vefsíðu Kópavogsliðsins.

Ásgeir var einnig í sigursveit Skotfélags Reykjavíkur ásamt þeim Guðmundi Kr. Gíslasyni og Gunnari Þ. Hallbergssyni.

Kristín Á. Thorstensen lék eftir afrek Ásgeirs en hún vann keppni unglinga með loftskammbyssu og var í sigursveit SR ásamt JórunniHarðardóttur og KristínuSigurðardóttur.

Þá varð Guðmundur H. Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari í loftriffli karla og Íris Eva Einarsdóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, varð Íslandsmeistari í loftriffli kvenna.

Kristín vann tvöfalt eins og Ásgeir.Mynd/STÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×