Yfirvöld í Sádi-Arabíu skoða löggjöf fyrir Youtube Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2014 19:13 Kona í Sádi-Arabíu rennir yfir Twittersíðu sína. Vísir/AFP Yfirvöld í Sádi-Arabíu rannsaka nú hvort mögulegt sé að stjórna Youtube-myndböndum sem framleidd eru í landinu með reglugerðum. Meðal annars er verið að skoða möguleikann á því að fólk þurfi leyfi frá stjórnvöldum til að setja inn myndbönd.AP fréttaveitan hefur eftir Riyad Najm, að markmið rannsóknarinnar sé að ná tökum á þeirri fjölgun sem hefur orðið á myndböndum í landinu svo þau endurspegli og virði múslímsk viðhorf landsins. „Markmiðið er ekki að setja pressu á þá, heldur að auka gæði myndbanda þeirra. Þó verða þeir að vera meðvitaðir um þau takmörk sem samfélagið setur þeim og að fara ekki út fyrir þau.“ Að minnsta tólf íbúar landsins hafa á undanförnum vikum birt myndbönd á Youtube, þar sem þeir gagnrýna konungsfjölskylduna og fara fram á breytingar. Þrír þeirra hafa verið handteknir auk annarra sem tengdust myndböndunum. Þá var íþróttafréttamaður dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar og til að hljóta 50 svipuhögg fyrir skrif sín á Twitter um tvo eigendur fótboltafélaga. Hann var einnig bannaður á Twitter í þrjá mánuði. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu rannsaka nú hvort mögulegt sé að stjórna Youtube-myndböndum sem framleidd eru í landinu með reglugerðum. Meðal annars er verið að skoða möguleikann á því að fólk þurfi leyfi frá stjórnvöldum til að setja inn myndbönd.AP fréttaveitan hefur eftir Riyad Najm, að markmið rannsóknarinnar sé að ná tökum á þeirri fjölgun sem hefur orðið á myndböndum í landinu svo þau endurspegli og virði múslímsk viðhorf landsins. „Markmiðið er ekki að setja pressu á þá, heldur að auka gæði myndbanda þeirra. Þó verða þeir að vera meðvitaðir um þau takmörk sem samfélagið setur þeim og að fara ekki út fyrir þau.“ Að minnsta tólf íbúar landsins hafa á undanförnum vikum birt myndbönd á Youtube, þar sem þeir gagnrýna konungsfjölskylduna og fara fram á breytingar. Þrír þeirra hafa verið handteknir auk annarra sem tengdust myndböndunum. Þá var íþróttafréttamaður dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar og til að hljóta 50 svipuhögg fyrir skrif sín á Twitter um tvo eigendur fótboltafélaga. Hann var einnig bannaður á Twitter í þrjá mánuði.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira