Real í úrslit í fyrsta sinn í tólf ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2014 11:56 Real-menn höfðu ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Getty Real Madríd er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir öruggan 4-0 sigur á ríkjandi meisturum Bayern München á Allianz-vellinum í kvöld. Real vann fyrri leikinn, 1-0, og einvígið samanlagt, 5-0. Spænska liðið gekk frá leiknum strax í fyrri hálfleik en miðvörðurinn Sergio Ramos skoraði tvö mörk eftir föst leikatriði með fjögurra mínútna millibili á 16. og 20. mínútu leiksins. Þá var verkefnið orðið nógu erfitt fyrir Bæjara en það varð ómögulegt fjórtán mínútum síðar þegar Cristiano Ronaldo skoraði þriðja markið, 3-0, eftir fallega skyndisókn og sendingu frá GarethBale. Seinni hálfleikurinn var lítil skemmtun enda úrslitin löngu ráðin og ljóst að Bayern tekst ekki að verja Meistaradeildartitilinn frekar en nokkrum öðrum liðum síðan nafni keppninnar var breytt árið 1992. Cristiano Ronaldo bætti við fjórða markinu á 90. mínútu þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu undir varnarvegg Bæjara. Sextánda mark Portúgalans sem er nú markahæstur á einu tímabili í Meistaradeildinni í sögu keppninnar. Sætur sigur hjá Real sem varð þó fyrir smá áfalli í leiknum þegar Xabi Alonso tókst að fá gult spjald í stöðunni 3-0 fyrir afskaplega klaufalega tæklingu. Hann var með gult spjald á bakinu og verður því í banni í úrslitaleiknum í Lissabon. Real Madríd hefur ekki komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í tólf ár eða síðan liðið vann Bayer Leverkusen, 2-1, í Glasgow árið 2002.Mörkin þrjú hjá Real í fyrri hálfleik: Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira
Real Madríd er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir öruggan 4-0 sigur á ríkjandi meisturum Bayern München á Allianz-vellinum í kvöld. Real vann fyrri leikinn, 1-0, og einvígið samanlagt, 5-0. Spænska liðið gekk frá leiknum strax í fyrri hálfleik en miðvörðurinn Sergio Ramos skoraði tvö mörk eftir föst leikatriði með fjögurra mínútna millibili á 16. og 20. mínútu leiksins. Þá var verkefnið orðið nógu erfitt fyrir Bæjara en það varð ómögulegt fjórtán mínútum síðar þegar Cristiano Ronaldo skoraði þriðja markið, 3-0, eftir fallega skyndisókn og sendingu frá GarethBale. Seinni hálfleikurinn var lítil skemmtun enda úrslitin löngu ráðin og ljóst að Bayern tekst ekki að verja Meistaradeildartitilinn frekar en nokkrum öðrum liðum síðan nafni keppninnar var breytt árið 1992. Cristiano Ronaldo bætti við fjórða markinu á 90. mínútu þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu undir varnarvegg Bæjara. Sextánda mark Portúgalans sem er nú markahæstur á einu tímabili í Meistaradeildinni í sögu keppninnar. Sætur sigur hjá Real sem varð þó fyrir smá áfalli í leiknum þegar Xabi Alonso tókst að fá gult spjald í stöðunni 3-0 fyrir afskaplega klaufalega tæklingu. Hann var með gult spjald á bakinu og verður því í banni í úrslitaleiknum í Lissabon. Real Madríd hefur ekki komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í tólf ár eða síðan liðið vann Bayer Leverkusen, 2-1, í Glasgow árið 2002.Mörkin þrjú hjá Real í fyrri hálfleik:
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira