Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2014 18:45 „Ég er kominn með bardaga í Dublin 19. júlí á móti Ameríkana sem heitir Ryan LaFlare,“ sagði GunnarNelson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar fékk því ósk sína uppfyllta en hann vonaðist til að fá bardaga á UFC-kvöldinu í Dyflinn í júlí og andstæðingur hans verður ekki af lakari gerðinni. Ryan LaFlare er í 15. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni í UFC, tveimur sætum fyrir neðan Gunnar sem komst í fyrsta skipti inn á topp 15 listann eftir sigur sinn gegn Rússanum Omari Akmedov í Lundúnum fyrr á árinu. LaFlare hefur barist ellefu sinnum í MMA og er ósigraður. Hann hefur fjórum sinnum barist í UFC og unnið alla bardagana á dómaraúrskurði. Gunnar er einnig ósigraður í þrettán bardögum „Hann er svona „wrestler“, góður glímumaður, sérstaklega standandi. Hann er góður í fellum og að stjórna hvort bardaginn sé uppi eða niðri sem er mjög góður kostur,“ sagði Gunnar um LaFlare en er hann sterkasti andstæðingur Gunnars hingað til? „Já, allavega á blaði. Miðað við árangurinn hans og við hverja hann hefur barist. Það er engin spurning. En síðan veit maður aldrei fyrr en maður kemur í bardagann.“ Gunnar segist vera í hörkuformi en æfingafélagar hans er á heimleið eftir vel heppnað bardagakvöld á Norður-Írlandi. Með í för verður írska UFC-ofurstjarnan Conor McGregor sem berst í fjaðurvigt. „Æfingafélagar mínir eru að koma heim frá Dublin og með þeim verður til dæmis Conor McGregor sem vonandi verður að berjast þarna líka. Ég býst fastlega við því. Hann er algjör súperstjarna í Írlandi og í UFC. Ég hlakka til að fá þá alla hingað yfir. Þetta verða hörku æfingabúðir,“ sagði Gunnar Nelson.Ryan LaFlare sparkar í andlit Court McGee í veltivigtarbardaga þeirra í UFC.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira
„Ég er kominn með bardaga í Dublin 19. júlí á móti Ameríkana sem heitir Ryan LaFlare,“ sagði GunnarNelson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar fékk því ósk sína uppfyllta en hann vonaðist til að fá bardaga á UFC-kvöldinu í Dyflinn í júlí og andstæðingur hans verður ekki af lakari gerðinni. Ryan LaFlare er í 15. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni í UFC, tveimur sætum fyrir neðan Gunnar sem komst í fyrsta skipti inn á topp 15 listann eftir sigur sinn gegn Rússanum Omari Akmedov í Lundúnum fyrr á árinu. LaFlare hefur barist ellefu sinnum í MMA og er ósigraður. Hann hefur fjórum sinnum barist í UFC og unnið alla bardagana á dómaraúrskurði. Gunnar er einnig ósigraður í þrettán bardögum „Hann er svona „wrestler“, góður glímumaður, sérstaklega standandi. Hann er góður í fellum og að stjórna hvort bardaginn sé uppi eða niðri sem er mjög góður kostur,“ sagði Gunnar um LaFlare en er hann sterkasti andstæðingur Gunnars hingað til? „Já, allavega á blaði. Miðað við árangurinn hans og við hverja hann hefur barist. Það er engin spurning. En síðan veit maður aldrei fyrr en maður kemur í bardagann.“ Gunnar segist vera í hörkuformi en æfingafélagar hans er á heimleið eftir vel heppnað bardagakvöld á Norður-Írlandi. Með í för verður írska UFC-ofurstjarnan Conor McGregor sem berst í fjaðurvigt. „Æfingafélagar mínir eru að koma heim frá Dublin og með þeim verður til dæmis Conor McGregor sem vonandi verður að berjast þarna líka. Ég býst fastlega við því. Hann er algjör súperstjarna í Írlandi og í UFC. Ég hlakka til að fá þá alla hingað yfir. Þetta verða hörku æfingabúðir,“ sagði Gunnar Nelson.Ryan LaFlare sparkar í andlit Court McGee í veltivigtarbardaga þeirra í UFC.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira