Samdráttur í inn- og útflutningi í Kína Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 09:36 Kínverska hagkerfið kólnar. AFP Útflutningur frá Kína dróst saman um 6,6% í mars í samaburði við mars í fyrra og svo virðist sem þetta stóra hagkerfi sé að kólna verulega. Í febrúar var enn meiri samdráttur, eða 18,1%. Innflutningur til Kína í mars minnkaði einnig um 11,3%. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2009 sem útflutningur dregst saman tvo mánuði í röð. Samdrátturinn í febrúar átti sínar skýringar en í þeim mánuði lokuðu margar verksmiðjur í Kína vegna hátíðarhalda kínversks nýárs. Minni skýringar eru á samdrættinum í mars og áttu greinendur von á að sjá aukningu bæði út- og innflutnings í þeim mánuði. Þessar nýju tölur auka á þær áhyggjur sem margir hafa haft af kínverska hagkerfinu og það er greinilega að hægja á hinum hraða vaxti þess síðustu ára. Vöruskiptajöfnuður í Kína var jákvæður um 7,7 milljarða dollara í mars, en hann var neikvæður um 23 milljarða dollara í febrúar. Spár um vöxt kínverska hagkerfisins hafa lækkað í kjölfar þessara nýju talna og er nú spáð 7,6% hagvexti. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Útflutningur frá Kína dróst saman um 6,6% í mars í samaburði við mars í fyrra og svo virðist sem þetta stóra hagkerfi sé að kólna verulega. Í febrúar var enn meiri samdráttur, eða 18,1%. Innflutningur til Kína í mars minnkaði einnig um 11,3%. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2009 sem útflutningur dregst saman tvo mánuði í röð. Samdrátturinn í febrúar átti sínar skýringar en í þeim mánuði lokuðu margar verksmiðjur í Kína vegna hátíðarhalda kínversks nýárs. Minni skýringar eru á samdrættinum í mars og áttu greinendur von á að sjá aukningu bæði út- og innflutnings í þeim mánuði. Þessar nýju tölur auka á þær áhyggjur sem margir hafa haft af kínverska hagkerfinu og það er greinilega að hægja á hinum hraða vaxti þess síðustu ára. Vöruskiptajöfnuður í Kína var jákvæður um 7,7 milljarða dollara í mars, en hann var neikvæður um 23 milljarða dollara í febrúar. Spár um vöxt kínverska hagkerfisins hafa lækkað í kjölfar þessara nýju talna og er nú spáð 7,6% hagvexti.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira