Fótbolti

Real og Bayern mætast | Atlético án Courtois gegn Chelsea?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Atlético verður líklega án markvarðarins Courtois.
Atlético verður líklega án markvarðarins Courtois. Vísir/Getty
Real Madrid og Bayern München mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið var til undanúrslitanna í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

Real hefur unnið keppnina níu sinnum og þráir tíunda titilinn en liðið hefur ekki orðið meistari síðan það lagði Bayer Leverkusen í Glasgow fyrir tólf árum.

Bayern er ríkjandi meistari og vonast til að verða fyrsta liðið sem vinnur Meistaradeildina tvö ár í röð en það hefur engu liði tekist frá stofnun hennar árið 1992.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætir spútniklið Atlético Madríd enska liðinu Chelsea en Atlético hefur spilað frábærlega á tímabilinu undir stjórn DiegoSimeone og er liðið einnig á toppnum í spænsku deildinni.

Stærsta spurningin í kringum að einvígi er hvort belgíski markvörðurinn ThibautCourtois verði með Atlético en hann er á láni frá Chelsea. Sagt er að það kosti Atlético 930 milljónir króna að láta hann spila.

Leikirnir fara fram 22. og 23. apríl og 29. og 30. apríl. Úrslitaleikurinn verður í Lissabon í Portúgal 24. maí.

Drátturinn:

Real Madrid - Bayern München

Atlético Madríd - Chelsea


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×