Bubba Watson í kunnuglegri stöðu á Masters 12. apríl 2014 11:14 Watson hefur spilað frábært golf hingað til á Augusta. AP/Getty Bubba Watson leiðir Mastersmótið eftir tvo hringi en þessi litríki kylfingur fór á kostum á öðrum hring í gær og kom sér í þriggja högga forystu með því að spila á 68 höggum eða fjórum undir pari. Watson er samtals á sjö höggum undir pari en hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á fyrri níu holunum í gær við mikinn fögnuð sinna dyggu aðdáenda sem fylgja honum hvert fótspor á Augusta. Hann sigraði mótið á eftirminnilegan hátt árið 2012 en síðan þá hefur gengi þessa skemmtilega kylfings ekki verið mjög gott. Í öðru sæti er Ástralinn John Senden og er hann á fjórum höggum undir pari en jafnir í þriðja sæti eru Jonas Blixt, Thomas Bjorn, Jordan Spieth og sigurvegarinn frá því í fyrra, Adam Scott. Þá hefur frammistaða hins 54 ára gamla Fred Couples vakið athygli en hann deilir sjöunda sæti með Jim Furyk og Jimmy Walker á tveimur höggum undir pari.Rory McIlroy þótti sigurstranglegur fyrir mótið en hann hefur alls ekki fundið sig og er á fjórum höggum yfir pari. Hann setti niður rúmlega tveggja metra pútt fyrir pari á 18. holu til þess að komast í gegn um niðurskurðinn sem er þó meira en mörg önnur stór nöfn geta sagt sem Augusta hefur leikið grátt undanfarna daga. Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum eru Phil Mickelson, Sergio Garcia, Luke Donald, Webb Simpson, Graeme McDowell, Ernie Els og Dustin Johnson. Bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 18:40 í kvöld. Golf Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bubba Watson leiðir Mastersmótið eftir tvo hringi en þessi litríki kylfingur fór á kostum á öðrum hring í gær og kom sér í þriggja högga forystu með því að spila á 68 höggum eða fjórum undir pari. Watson er samtals á sjö höggum undir pari en hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á fyrri níu holunum í gær við mikinn fögnuð sinna dyggu aðdáenda sem fylgja honum hvert fótspor á Augusta. Hann sigraði mótið á eftirminnilegan hátt árið 2012 en síðan þá hefur gengi þessa skemmtilega kylfings ekki verið mjög gott. Í öðru sæti er Ástralinn John Senden og er hann á fjórum höggum undir pari en jafnir í þriðja sæti eru Jonas Blixt, Thomas Bjorn, Jordan Spieth og sigurvegarinn frá því í fyrra, Adam Scott. Þá hefur frammistaða hins 54 ára gamla Fred Couples vakið athygli en hann deilir sjöunda sæti með Jim Furyk og Jimmy Walker á tveimur höggum undir pari.Rory McIlroy þótti sigurstranglegur fyrir mótið en hann hefur alls ekki fundið sig og er á fjórum höggum yfir pari. Hann setti niður rúmlega tveggja metra pútt fyrir pari á 18. holu til þess að komast í gegn um niðurskurðinn sem er þó meira en mörg önnur stór nöfn geta sagt sem Augusta hefur leikið grátt undanfarna daga. Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum eru Phil Mickelson, Sergio Garcia, Luke Donald, Webb Simpson, Graeme McDowell, Ernie Els og Dustin Johnson. Bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 18:40 í kvöld.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira