Herbalife sætir rannsókn FBI Bjarki Ármannsson skrifar 13. apríl 2014 11:02 Söluaðferðir fyrirtækisins hafa vakið athygli bandarískra yfirvalda. Vísir/AFP Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar um þessar mundir heilsurisann Herbalife samkvæmt fréttaveitunni Reuters. Málið er talið snúa að dreifingarkerfi fyrirtækisins sem vakið hefur mikla athygli og vogunarsjóðsstjórinn William Ackman hefur kallað hreint og beint pýramídasvindl. Herbalife býður upp á bæði vörur og þjónustu víða um heim, meðal annars á Íslandi, með það að stafni að hjálpa fólki að léttast og bæta næringu þess. Fyrirtækið notast að miklu leyti við sjálfstæða dreifingaraðila sem græða sjálfir á sölu í svokölluðu „Multi-level marketing“ kerfi. Dreifingaraðilar græða frekar á því að ráða nýja aðila heldur en á sjálfri sölunni en þessi viðskiptahegðun virðist hafa vakið athygli FBI. Fyrrum dreifingaraðilar Herbalife segja í viðtali við Reuters að lögreglan hafi haft samband við það til að forvitnast um kerfið og þá sérstaklega hvernig nýir aðilar eru ráðnir. Herbalife hefur ávallt neitað því að um píramídasvindl sé að ræða. Viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, FTC, hefur einnig rannsakað Herbalife frá því í síðasta mánuði, meðal annars vegna ásakana um að fyrirtækið hafi gerst sekt um mismunun gagnvart minnihlutahópum. Herbalife skilaði sölutölum upp á rúmlega 537 milljarða íslenskra króna í fyrra en verð á hlutabréfum fyrirtækisins féll um tæplega fjórtán prósent eftir að fregnir af rannsókn FBI bárust fyrst á föstudag. Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar um þessar mundir heilsurisann Herbalife samkvæmt fréttaveitunni Reuters. Málið er talið snúa að dreifingarkerfi fyrirtækisins sem vakið hefur mikla athygli og vogunarsjóðsstjórinn William Ackman hefur kallað hreint og beint pýramídasvindl. Herbalife býður upp á bæði vörur og þjónustu víða um heim, meðal annars á Íslandi, með það að stafni að hjálpa fólki að léttast og bæta næringu þess. Fyrirtækið notast að miklu leyti við sjálfstæða dreifingaraðila sem græða sjálfir á sölu í svokölluðu „Multi-level marketing“ kerfi. Dreifingaraðilar græða frekar á því að ráða nýja aðila heldur en á sjálfri sölunni en þessi viðskiptahegðun virðist hafa vakið athygli FBI. Fyrrum dreifingaraðilar Herbalife segja í viðtali við Reuters að lögreglan hafi haft samband við það til að forvitnast um kerfið og þá sérstaklega hvernig nýir aðilar eru ráðnir. Herbalife hefur ávallt neitað því að um píramídasvindl sé að ræða. Viðskiptaeftirlit Bandaríkjanna, FTC, hefur einnig rannsakað Herbalife frá því í síðasta mánuði, meðal annars vegna ásakana um að fyrirtækið hafi gerst sekt um mismunun gagnvart minnihlutahópum. Herbalife skilaði sölutölum upp á rúmlega 537 milljarða íslenskra króna í fyrra en verð á hlutabréfum fyrirtækisins féll um tæplega fjórtán prósent eftir að fregnir af rannsókn FBI bárust fyrst á föstudag.
Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira