Peugeot-Citroën mun fækka bílgerðum Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2014 15:29 Carlos Tavares forstjóri Peugeot-Citroën. Það er líklega ekki gott að tapa 1.125 milljörðum króna, en það hefur bílaframleiðandinn Peugeot-Citroën gert á síðastliðnum 2 árum. Því hefur fyrirtækið upplýst um viðreisnaráætlun sem felur meðal annars í sér fækkun bílgerða fyrirtæksins úr 45 í 26 fram til ársins 2020. Peugeot-Citroën hefur trú á því að bílar þeirra verði betri ef þeim fækkar þar sem allur fókus og þróunarkostnaður beinist að færri afurðum. Peugeot-Citroën ætlar að leggja mikla áherslu á Kínamarkað og Asíu almennt, en eins og kunnugt er keypti kínverski bílaframleiðandinn Dongfeng 7% í Peugeot-Citroën nýverið. Einnig verður herjað af meiri krafti en áður á Rússlandsmarkað og S-Ameríku. Í viðreisnaráætlun Peugeot-Citroën er gert ráð fyrir að taprekstri fyrirtækisins muni ljúka árið 2016. Vonandi gengur það eftir en viðbrögð markaðarins, bæði við uppgjöri Peugeot-Citroën og viðreisnaráætluninni, voru þau að hlutabréf í Peugeot-Citroën lækkuðu um 4,5%. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Það er líklega ekki gott að tapa 1.125 milljörðum króna, en það hefur bílaframleiðandinn Peugeot-Citroën gert á síðastliðnum 2 árum. Því hefur fyrirtækið upplýst um viðreisnaráætlun sem felur meðal annars í sér fækkun bílgerða fyrirtæksins úr 45 í 26 fram til ársins 2020. Peugeot-Citroën hefur trú á því að bílar þeirra verði betri ef þeim fækkar þar sem allur fókus og þróunarkostnaður beinist að færri afurðum. Peugeot-Citroën ætlar að leggja mikla áherslu á Kínamarkað og Asíu almennt, en eins og kunnugt er keypti kínverski bílaframleiðandinn Dongfeng 7% í Peugeot-Citroën nýverið. Einnig verður herjað af meiri krafti en áður á Rússlandsmarkað og S-Ameríku. Í viðreisnaráætlun Peugeot-Citroën er gert ráð fyrir að taprekstri fyrirtækisins muni ljúka árið 2016. Vonandi gengur það eftir en viðbrögð markaðarins, bæði við uppgjöri Peugeot-Citroën og viðreisnaráætluninni, voru þau að hlutabréf í Peugeot-Citroën lækkuðu um 4,5%.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent