Peugeot-Citroën mun fækka bílgerðum Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2014 15:29 Carlos Tavares forstjóri Peugeot-Citroën. Það er líklega ekki gott að tapa 1.125 milljörðum króna, en það hefur bílaframleiðandinn Peugeot-Citroën gert á síðastliðnum 2 árum. Því hefur fyrirtækið upplýst um viðreisnaráætlun sem felur meðal annars í sér fækkun bílgerða fyrirtæksins úr 45 í 26 fram til ársins 2020. Peugeot-Citroën hefur trú á því að bílar þeirra verði betri ef þeim fækkar þar sem allur fókus og þróunarkostnaður beinist að færri afurðum. Peugeot-Citroën ætlar að leggja mikla áherslu á Kínamarkað og Asíu almennt, en eins og kunnugt er keypti kínverski bílaframleiðandinn Dongfeng 7% í Peugeot-Citroën nýverið. Einnig verður herjað af meiri krafti en áður á Rússlandsmarkað og S-Ameríku. Í viðreisnaráætlun Peugeot-Citroën er gert ráð fyrir að taprekstri fyrirtækisins muni ljúka árið 2016. Vonandi gengur það eftir en viðbrögð markaðarins, bæði við uppgjöri Peugeot-Citroën og viðreisnaráætluninni, voru þau að hlutabréf í Peugeot-Citroën lækkuðu um 4,5%. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Það er líklega ekki gott að tapa 1.125 milljörðum króna, en það hefur bílaframleiðandinn Peugeot-Citroën gert á síðastliðnum 2 árum. Því hefur fyrirtækið upplýst um viðreisnaráætlun sem felur meðal annars í sér fækkun bílgerða fyrirtæksins úr 45 í 26 fram til ársins 2020. Peugeot-Citroën hefur trú á því að bílar þeirra verði betri ef þeim fækkar þar sem allur fókus og þróunarkostnaður beinist að færri afurðum. Peugeot-Citroën ætlar að leggja mikla áherslu á Kínamarkað og Asíu almennt, en eins og kunnugt er keypti kínverski bílaframleiðandinn Dongfeng 7% í Peugeot-Citroën nýverið. Einnig verður herjað af meiri krafti en áður á Rússlandsmarkað og S-Ameríku. Í viðreisnaráætlun Peugeot-Citroën er gert ráð fyrir að taprekstri fyrirtækisins muni ljúka árið 2016. Vonandi gengur það eftir en viðbrögð markaðarins, bæði við uppgjöri Peugeot-Citroën og viðreisnaráætluninni, voru þau að hlutabréf í Peugeot-Citroën lækkuðu um 4,5%.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent