Helgi Jónas snýr aftur - tekur við Keflavíkurliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 09:16 Helgi Jónas Guðfinnsson og Falur Harðarson formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Mynd/Heimasíða Keflavíkur Keflvíkingar voru ekki lengi að finna eftirmann Andy Johnston því félagið er búð að gera tveggja ára samning við Helga Jónas Guðfinnsson. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga. Helgi Jónas gerði Grindavík að Íslandsmeisturum þegar hann þjálfað síðast í úrvalsdeild karla 2011-12. Hann stýrði liðinu hinsvegar aðeins í tvö tímabil og hætti eftir titiltímabilið. „Hann var okkar fyrsti kostur og við bindum vonir um að þetta samstarf verði okkur gjöfult. Helgi hefur sannað sig sem þjálfari á topp level og því var leitað til hans enda viljum við bara það besta fyrir okkar fólk hér í Keflavík" sagði Sævar Sævarsson, stjórnarmaður hjá Keflvíkingum, í samtali við Karfan.is. Grindavíkurliðið vann 34 af 44 deildarleikjum sínum undir stjórn Helga frá 2010-12 og 9 af 13 leikjum í úrslitakeppninni að auki. Keflvíkingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár eftir að hafa verið í baráttunni við KR um deildarmeistaratitilinn. Liðið byrjaði tímabilið mjög vel og vann meðal annars Lengjubikarinn síðasta haust en slakur endasprettur var Keflvíkingum skiljanlega mikil vonbrigði.Fréttin af heimasíðu Keflavíkur: Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gærkveldi við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn er til tveggja ára. Helgi Jónas ætti að vera öllum körfuboltaunnendum kunnur en hann lék um árabil með liði Grindavíkur og landsliðið Íslands auk þess sem hann var um tíma atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Helgi Jónas þjálfaði lið Grindavíkur með góðum árangri en árið 2012 gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Að því tímabili loknu tók kappinn sér frí frá körfuboltaþjálfun en hann hefur þó undanfarin ár eytt miklum tíma í að mennta sig á svði þjálfunar. Þess má til gamans geta að Helgi Jónas hefur í nokkur ár undirbúið og þróað Metabolic æfingakerfið sem leit dagsins ljós árið 2011 en þar er um að ræða hágæða æfingakerfi sem er í senn markvisst, árangursríkt, skemmtilegt og öruggt. Umrætt þjálfunarkerfi hefur notið mikilla vinsælda á stuttum tíma og hafa fjölmargar þjálfunarstöðvar fyrir Metabolic verið opnaðar hér á landi auk þess sem kerfið heldur á frekari landvinning utan landsteinanna. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er virkilega ánægð með að Helgi Jónas var tilbúinn að taka að sér það krefjandi og skemmtilega verkefni sem þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík er og er mikil tilhlökkunin fyrir samstarfinu. Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Keflvíkingar voru ekki lengi að finna eftirmann Andy Johnston því félagið er búð að gera tveggja ára samning við Helga Jónas Guðfinnsson. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga. Helgi Jónas gerði Grindavík að Íslandsmeisturum þegar hann þjálfað síðast í úrvalsdeild karla 2011-12. Hann stýrði liðinu hinsvegar aðeins í tvö tímabil og hætti eftir titiltímabilið. „Hann var okkar fyrsti kostur og við bindum vonir um að þetta samstarf verði okkur gjöfult. Helgi hefur sannað sig sem þjálfari á topp level og því var leitað til hans enda viljum við bara það besta fyrir okkar fólk hér í Keflavík" sagði Sævar Sævarsson, stjórnarmaður hjá Keflvíkingum, í samtali við Karfan.is. Grindavíkurliðið vann 34 af 44 deildarleikjum sínum undir stjórn Helga frá 2010-12 og 9 af 13 leikjum í úrslitakeppninni að auki. Keflvíkingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár eftir að hafa verið í baráttunni við KR um deildarmeistaratitilinn. Liðið byrjaði tímabilið mjög vel og vann meðal annars Lengjubikarinn síðasta haust en slakur endasprettur var Keflvíkingum skiljanlega mikil vonbrigði.Fréttin af heimasíðu Keflavíkur: Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gærkveldi við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn er til tveggja ára. Helgi Jónas ætti að vera öllum körfuboltaunnendum kunnur en hann lék um árabil með liði Grindavíkur og landsliðið Íslands auk þess sem hann var um tíma atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Helgi Jónas þjálfaði lið Grindavíkur með góðum árangri en árið 2012 gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Að því tímabili loknu tók kappinn sér frí frá körfuboltaþjálfun en hann hefur þó undanfarin ár eytt miklum tíma í að mennta sig á svði þjálfunar. Þess má til gamans geta að Helgi Jónas hefur í nokkur ár undirbúið og þróað Metabolic æfingakerfið sem leit dagsins ljós árið 2011 en þar er um að ræða hágæða æfingakerfi sem er í senn markvisst, árangursríkt, skemmtilegt og öruggt. Umrætt þjálfunarkerfi hefur notið mikilla vinsælda á stuttum tíma og hafa fjölmargar þjálfunarstöðvar fyrir Metabolic verið opnaðar hér á landi auk þess sem kerfið heldur á frekari landvinning utan landsteinanna. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er virkilega ánægð með að Helgi Jónas var tilbúinn að taka að sér það krefjandi og skemmtilega verkefni sem þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík er og er mikil tilhlökkunin fyrir samstarfinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira