Hataðasta flugfélag Bandaríkjanna er einnig það arðvænlegasta Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2014 15:22 Líklega ekki ánægðir farþegar Spirit Airlines. Spirit Airlines er það flugfélag í Bandaríkjunum sem fær flestar kvartanir á hvern farþega og hefur afar slæmt orðspor. Það er á hinn bóginn einnig það flugfélag sem hagnast mest af veltu og því fjármagni sem í það hefur verið lagt. Döpur staðreynd en sönn. Spirit Airlines fær þrisvar sinnum fleiri kvartanir en meðaltal allra flugfélaga í Bandaríkjunum og hefur haldið sætinu óvinsælasta flugfélagið þar í landi síðastliðin 5 ár, ef mið er tekið af kvörtunum. Í könnun sem Consumer Reports gerði í fyrra meðal 16.000 flugfarþega fékk það lang lélegustu einkunn þeirra og orð eins og „Léleg þjónusta, döpur gæði og lélegar upplýsingar“ voru þær sem farþegar gáfu flugfélaginu. Félagið hagnaðist engu að síður um 16,2% af veltu í fyrra og toppaði öll önnur flugfélög í Bandaríkjunum með því. Annað lággjaldaflugfélag, Allegiant Travel er í öðru sæti er kemur að hagnaði af veltu, með 12,7%. Alaska Airlines er í þriðja sæti og Delta í því fjórða. Verð hlutabréfa í Spirit Airlines hefur hækkað um 439% frá því þau komu á markað árið 2011 og því hafa kaupendur í því hagnast mjög. Þetta bendir því allt til þess að það að halda farþegum flugfélaga ánægðum kosti mikið og dragi niður hagnað. Spirit Airlines er eitt af þeim flugfélögum sem heldur verði flugfargjalda sinna afar lágu en rukkar svo ótæpilega fyrir farangur, vatn, sætisval, mat og meira að segja handfrangur. Í flugvélar þeirra er troðið fleiri farþegum en hjá nokkrum öðrum flugfélögum sem reka samskonar vélar og allt virðist þetta borga sig vel en farþegarnir eru hundóánægðir en koma samt til baka, bara vegna verðsins. Vöxtur félagsins er mjög mikill og ætlar félagið að þrefalda flugflota sinn til ársins 2021. Hvort þessi vinnubrögð Spirit Airlines mun gagnast þeim á næstu árum er alls ekki víst, en talsmenn þess segja að farþegar þeirra ráði því hve miklu þeir eyða með því að ferðast með þeim og það muni þeir áfram kenna þeim. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Spirit Airlines er það flugfélag í Bandaríkjunum sem fær flestar kvartanir á hvern farþega og hefur afar slæmt orðspor. Það er á hinn bóginn einnig það flugfélag sem hagnast mest af veltu og því fjármagni sem í það hefur verið lagt. Döpur staðreynd en sönn. Spirit Airlines fær þrisvar sinnum fleiri kvartanir en meðaltal allra flugfélaga í Bandaríkjunum og hefur haldið sætinu óvinsælasta flugfélagið þar í landi síðastliðin 5 ár, ef mið er tekið af kvörtunum. Í könnun sem Consumer Reports gerði í fyrra meðal 16.000 flugfarþega fékk það lang lélegustu einkunn þeirra og orð eins og „Léleg þjónusta, döpur gæði og lélegar upplýsingar“ voru þær sem farþegar gáfu flugfélaginu. Félagið hagnaðist engu að síður um 16,2% af veltu í fyrra og toppaði öll önnur flugfélög í Bandaríkjunum með því. Annað lággjaldaflugfélag, Allegiant Travel er í öðru sæti er kemur að hagnaði af veltu, með 12,7%. Alaska Airlines er í þriðja sæti og Delta í því fjórða. Verð hlutabréfa í Spirit Airlines hefur hækkað um 439% frá því þau komu á markað árið 2011 og því hafa kaupendur í því hagnast mjög. Þetta bendir því allt til þess að það að halda farþegum flugfélaga ánægðum kosti mikið og dragi niður hagnað. Spirit Airlines er eitt af þeim flugfélögum sem heldur verði flugfargjalda sinna afar lágu en rukkar svo ótæpilega fyrir farangur, vatn, sætisval, mat og meira að segja handfrangur. Í flugvélar þeirra er troðið fleiri farþegum en hjá nokkrum öðrum flugfélögum sem reka samskonar vélar og allt virðist þetta borga sig vel en farþegarnir eru hundóánægðir en koma samt til baka, bara vegna verðsins. Vöxtur félagsins er mjög mikill og ætlar félagið að þrefalda flugflota sinn til ársins 2021. Hvort þessi vinnubrögð Spirit Airlines mun gagnast þeim á næstu árum er alls ekki víst, en talsmenn þess segja að farþegar þeirra ráði því hve miklu þeir eyða með því að ferðast með þeim og það muni þeir áfram kenna þeim.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira