Sport

Sögulegt silfur íshokkílandsliðsins í Serbíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Frábær árangur hjá strákunum.
Frábær árangur hjá strákunum. Mynd/Vísir
Íslenska landsliðið í íshokkí karla náði sínum besta árangri í sögunni í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í dag þegar það tryggði sér 2. sætið og þar með silfrið.

Ísland vann Ísrael í lokaleik sínum í dag, 4-3, eftir vítakeppni en íslensku strákarnir þurftu aðeins jafntefli til að tryggja sér silfrið.

Ísrael var einu marki yfir, 3-2, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka en RobinHedström skoraði þá jöfnunarmarkið, 3-3, og fór leikurinn í bráðabana.

Bæði lið voru örugg með stig vegna jafnteflsins og Ísland þar með öruggt með annað sætið en þá átti eftir að berjast um aukastigið.

Markalaust var í framlengingunni en í vítakeppninni skoraði EmilAlengård eina markið fyrir Ísland og tryggði okkar strákum sigurinn, 4-3.

Ísland tapaði fyrsta leiknum gegn langsterkasta liði riðilsins, Eistlandi, 4-1, en vann síðan alla fjóra sem eftir voru.

Fyrst voru Belgar lagðir, 6-3, svo Austurríkismenn, 3-2, og Serbar voru kláraðir í síðasta leik eftir vítakeppni, 4-3. Fjórði sigurinn í röð vannst svo á Ísrael í dag.

Hér má sjá allt um gengi íslenska liðsins á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×