Mayweather launahæsti íþróttamaður heims | Ronaldo fær meira en Messi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2014 23:15 Hann er ekki kallaður Floyd "Money" Mayweather fyrir ekki neitt. Vísir/Getty Samkvæmt árlegri launakönnun ESPN The Magazine, tímarits íþróttasamsteypunnar ESPN, er hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. langlaunahæsti íþróttamaður heims. Þrátt fyrir að hnefaleikar hafi dalað mikið í vinsældum er Mayweather mjög eftirsóttur og fær ríkulega launað fyrir sín störf. Hann barðist tvívegis í fyrra og fékk fyrir það samtals 73,5 milljónir dala eða jafnvirði 8,2 milljarða króna. Í launakönnun ESPN The Magazine er ávallt aðeins litið til launa og/eða verðlaunafés íþróttamannanna og eru launatölur ekki hluti af því. Þetta eru sem sagt ekki heildartekjur íþróttamannanna heldur aðeins það sem þeir fá frá vinnuveitendum sínum.Ronaldo fær aðeins hærri laun en Messi.Vísir/GettyKnattspyrnukapparnir CristianoRonaldo og Lionel Messi eru í öðru og þriðja sæti. Portúgalinn fær 5,7 milljarða króna í laun frá Real Madrid, ögn meira en Messi fær frá Barcelona en Katalóníurisinn ætlar nú að kippa því í liðinn á næstunni.Zlatan Ibrahimovic er svo fimmti á listanum með 4 milljarða króna í laun frá Paris Saint-Germain en Wayne Rooney er svo síðasti knattspyrnumaðurinn sem kemst á topp 25 listann. Á meðal þeirra tíu efstu má finna fimm leikstjórnendur úr NFL-deildinni í amerískum fótbolta, þrjá knattspyrnumenn, einn körfuboltamann (KobeBryant) og einn hnefaleikakappa. Bandaríska hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers er það lið sem borgar hæstu launin og í öðru sæti er stórveldið New York Yankees. Manchester City, Barcelona og Real Madrid koma þar á eftir. Heildarlistann í uppsetningu ESPN The Magazine má sjá hér.Tíu launahæstu íþróttamenn heimsÍþróttamaður - íþróttagrein - laun í milljónum dala (íslenskra króna)1. Floyd Mayweather Jr., hnefaleikar - 73,5 (8,2 millj.)2. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 50,2 (5,7 mlja.)3. Lionel Messi, knattspyrna - 50,1 (5,6 mlja.)4. Aaron Rodgers, amerískur fótbolti - 40 (4,5 mlja.)5. Zlatan Ibrahimovic, knattspyrna - 35 (4 mlja.)6. Matthew Stafford, amerískur fótbolti - 31,5 (3,6 mlja.)7. Tom Brady, amerískur fótbolti - 31 (3,5 mlja.)8. Kobe Bryant, körfubolti - 30,5 (3,4 mlja.)9.-10. Matt Ryan, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.)9.-10. Joe Flacco, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.) Fyrir neðan topp tíu:12.-13. Fernando Alonso, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)12.-13. Lewis Hamilton, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)15. Wayne Rooney, knattspyrna - 26 (2,9 mlja.)Liðin sem borga mest:1. Los Angeles Dodgers, hafnabolti - 241 (27 mlja.)2. New York Yankees, hafnabolti - 209 (23,5 mlja.)3. Manchester City, knattspyrna - 202 (22,7 mlja.)4. Barcelona, knattspyrna - 194 (21,8 mlja.)5. Real Madrid, knattspyrna - 190 (21,4) Íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjá meira
Samkvæmt árlegri launakönnun ESPN The Magazine, tímarits íþróttasamsteypunnar ESPN, er hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. langlaunahæsti íþróttamaður heims. Þrátt fyrir að hnefaleikar hafi dalað mikið í vinsældum er Mayweather mjög eftirsóttur og fær ríkulega launað fyrir sín störf. Hann barðist tvívegis í fyrra og fékk fyrir það samtals 73,5 milljónir dala eða jafnvirði 8,2 milljarða króna. Í launakönnun ESPN The Magazine er ávallt aðeins litið til launa og/eða verðlaunafés íþróttamannanna og eru launatölur ekki hluti af því. Þetta eru sem sagt ekki heildartekjur íþróttamannanna heldur aðeins það sem þeir fá frá vinnuveitendum sínum.Ronaldo fær aðeins hærri laun en Messi.Vísir/GettyKnattspyrnukapparnir CristianoRonaldo og Lionel Messi eru í öðru og þriðja sæti. Portúgalinn fær 5,7 milljarða króna í laun frá Real Madrid, ögn meira en Messi fær frá Barcelona en Katalóníurisinn ætlar nú að kippa því í liðinn á næstunni.Zlatan Ibrahimovic er svo fimmti á listanum með 4 milljarða króna í laun frá Paris Saint-Germain en Wayne Rooney er svo síðasti knattspyrnumaðurinn sem kemst á topp 25 listann. Á meðal þeirra tíu efstu má finna fimm leikstjórnendur úr NFL-deildinni í amerískum fótbolta, þrjá knattspyrnumenn, einn körfuboltamann (KobeBryant) og einn hnefaleikakappa. Bandaríska hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers er það lið sem borgar hæstu launin og í öðru sæti er stórveldið New York Yankees. Manchester City, Barcelona og Real Madrid koma þar á eftir. Heildarlistann í uppsetningu ESPN The Magazine má sjá hér.Tíu launahæstu íþróttamenn heimsÍþróttamaður - íþróttagrein - laun í milljónum dala (íslenskra króna)1. Floyd Mayweather Jr., hnefaleikar - 73,5 (8,2 millj.)2. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 50,2 (5,7 mlja.)3. Lionel Messi, knattspyrna - 50,1 (5,6 mlja.)4. Aaron Rodgers, amerískur fótbolti - 40 (4,5 mlja.)5. Zlatan Ibrahimovic, knattspyrna - 35 (4 mlja.)6. Matthew Stafford, amerískur fótbolti - 31,5 (3,6 mlja.)7. Tom Brady, amerískur fótbolti - 31 (3,5 mlja.)8. Kobe Bryant, körfubolti - 30,5 (3,4 mlja.)9.-10. Matt Ryan, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.)9.-10. Joe Flacco, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.) Fyrir neðan topp tíu:12.-13. Fernando Alonso, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)12.-13. Lewis Hamilton, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)15. Wayne Rooney, knattspyrna - 26 (2,9 mlja.)Liðin sem borga mest:1. Los Angeles Dodgers, hafnabolti - 241 (27 mlja.)2. New York Yankees, hafnabolti - 209 (23,5 mlja.)3. Manchester City, knattspyrna - 202 (22,7 mlja.)4. Barcelona, knattspyrna - 194 (21,8 mlja.)5. Real Madrid, knattspyrna - 190 (21,4)
Íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjá meira