Þingmaður Framsóknarflokksins styður Guðna í oddvitasætið Hjörtur Hjartarson skrifar 19. apríl 2014 19:30 Þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna Ágústsson vel til þess fallinn að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sæti listans segist hins vegar betri kostur í oddvitasætið. Leit hefur staðið að nýjum oddvita síðan Óskar Bergsson vék úr sæti fyrir nokkrum vikum. Landbúnaðarráðherrann fyrrverandi, Guðni Ágústsson þykir líklegur kandídat þó fleiri hafi verið nefndir til sögunnar. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna góðan kost fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Ég held að það yrði mikill styrkur fyrir Framsóknarflokkinn ef Guðni Ágústsson gefur kost á sér. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málum og hann hefur mikla reynslu sem ég held að muni nýtast flokknum mjög vel“, segir Karl.Guðrún Bryndís KarlsdóttirGuðrún Bryndís Karlsdóttir skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Forystumenn í flokknum hafa ekki komið að máli við hana um að leiða listann. Sjálf telur hún sig betri kost en Guðna. „Já, persónulega finnst mér það en síðan er það kjörstjórnin sem velur þann sem þeim þykir bestur. Ég hef raunverulega þekkingu á skipulagi borga og öllum þessum grunnstoðum borgarkerfisins. Það er því spurning hvort menn séu að sækjast eftir raunverulegri faglegri þekkingu á borgarmálum eða er verið að sækjast eftir pólitík í borgarmál,“ segir Guðrún Bryndís. Karl segir að Guðrún Bryndís sé mörgum kostum gædd og ekki ætti að útiloka þann möguleika að hún leiði listann í komandi kosningum. „Hún er mjög öflugur kostur fyrir flokkinn líka. Hún hefur mikla þekkingu á ýmsum málum, til að mynda á skipulagsmálum sem myndi nýtast flokknum mjög vel í borgarstjórn“, segir Karl. „En væri þá ekki eðlilegast að færa Guðrúnu upp og hafa þar með sterka konu í fyrsta sæti listans?“ „Ef þú ýtir listanum upp, mun það breyta einhverju varðandi fylgi flokksins? Ég er ekkert viss um það. Ef þú ætlar að fara hina leiðina, að stokka upp, þá geturðu það ekki nema vera með sterka kandídata í fyrstu sætið. Þannig að þetta er mjög erfið staða sem flokkurinn er í“, segir Karl. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna Ágústsson vel til þess fallinn að leiða lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sæti listans segist hins vegar betri kostur í oddvitasætið. Leit hefur staðið að nýjum oddvita síðan Óskar Bergsson vék úr sæti fyrir nokkrum vikum. Landbúnaðarráðherrann fyrrverandi, Guðni Ágústsson þykir líklegur kandídat þó fleiri hafi verið nefndir til sögunnar. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík telur Guðna góðan kost fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Ég held að það yrði mikill styrkur fyrir Framsóknarflokkinn ef Guðni Ágústsson gefur kost á sér. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málum og hann hefur mikla reynslu sem ég held að muni nýtast flokknum mjög vel“, segir Karl.Guðrún Bryndís KarlsdóttirGuðrún Bryndís Karlsdóttir skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Forystumenn í flokknum hafa ekki komið að máli við hana um að leiða listann. Sjálf telur hún sig betri kost en Guðna. „Já, persónulega finnst mér það en síðan er það kjörstjórnin sem velur þann sem þeim þykir bestur. Ég hef raunverulega þekkingu á skipulagi borga og öllum þessum grunnstoðum borgarkerfisins. Það er því spurning hvort menn séu að sækjast eftir raunverulegri faglegri þekkingu á borgarmálum eða er verið að sækjast eftir pólitík í borgarmál,“ segir Guðrún Bryndís. Karl segir að Guðrún Bryndís sé mörgum kostum gædd og ekki ætti að útiloka þann möguleika að hún leiði listann í komandi kosningum. „Hún er mjög öflugur kostur fyrir flokkinn líka. Hún hefur mikla þekkingu á ýmsum málum, til að mynda á skipulagsmálum sem myndi nýtast flokknum mjög vel í borgarstjórn“, segir Karl. „En væri þá ekki eðlilegast að færa Guðrúnu upp og hafa þar með sterka konu í fyrsta sæti listans?“ „Ef þú ýtir listanum upp, mun það breyta einhverju varðandi fylgi flokksins? Ég er ekkert viss um það. Ef þú ætlar að fara hina leiðina, að stokka upp, þá geturðu það ekki nema vera með sterka kandídata í fyrstu sætið. Þannig að þetta er mjög erfið staða sem flokkurinn er í“, segir Karl.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira