Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 73-81 | Grænir með 1-0 forustu Árni Jóhannsson í Röstinni skrifar 4. apríl 2014 16:59 Logi Gunnarsson skoraði 13 stig í kvöld. Vísir/Daníel Njarðvíkingar náðu forskotinu í undanúrslitaeinvíginu á móti Grindavík í kvöld. Þeir náðu með ótrúlegri seiglu að vinna upp 13 stiga forskot Grindvíkinga í þriðja leikhluta og með góðum leik í þeim fjórða, klára leikinn. Staðan því 1-0 fyrir Njarðvík og næsti leikur er í Njarðvík á mánudaginn. Fyrri hálfleikur hjá Grindavík og Njarðvík í kvöld, einkenndist af skor sprettum hjá hvoru liði. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu gestirnir úr Njarðvík 0-8 sprett og komust þeir með því sex stigum yfir þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Þáð var komið að Grindavík sem náði að jafna leikinn í 14-14 með sex stiga sprett. Komust þeir yfir og bættu hægt og bítandi við forskot sitt það sem eftir lifði hálfleiks. Heimamenn komust mest í átta stiga forskot en Njarðvík náði að minnka það um tvö stig áður en fyrsti fjórðungur var úti. Annar leikhluti þróaðist á svipaðan máta. Njarvík náði skoraði tíu stig á meðan Grindavík náði að skora þrjú stig á upphafsmínútum annars leikhluta og komust þeir þannig yfir 29-30. Grindavík skoraði næstu sjö stig og voru með sex stiga forskot þegar tvær og hálf mínúta voru til hálfleiks, 36-30. Njarðvíkingar náðu ekki að naga af því forskoti og Grindvíkingar voru með sjö stiga forystu í hálfleik, 41-34. Atkvæðamestir í hálfleik voru Ómar Örn Sævarsson hjá Grindavík með 12 stig og átta fráköst. Tracy Smith Jr. skoraði 12 stig fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik og tók að auki 10 fráköst. Seinni hálfleikur réðst, eins og sá fyrri, á sprettum liðanna. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið framan af þriðja leikhluta og þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af fjórðungnum höfðu heimamenn skorað 10 stig en Njarðvíkingar fjögur. Þetta þýddi að forskot þeirra var orðið 13 stig, 51-38. Þeir náðu að halda Njarðvíkingum meira en 10 stigum fyrir aftan sig þangað til að tæpar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Njarðvíkingar náðu að saxa niður forskotið hægt og bítandi og voru að fá framlag frá mörgum mönnum. Staðan var 58-54 fyrir fjórða leikhluta. Fremstur í flokki minni spámanna hjá Njarðvík fór Hjörtur Hrafn Einarsson sem skoraði 14 stig í seinni hálfleik og setti niður tvær þriggja stiga körfur á mikilvægum augnablikum í seinni hálfleik. Liðin skiptust á að skora á fyrstu mínútum lokafjórðungsins og var mikil spenna í loftinu. Þegar sjö mínútur voru eftir voru Grindvíkingar einu stig eftir en Njarðvíkingar skoruðu næstu fjögur stig og síðan bættu þeir við þremur stigum eftir að Grindvíkingar höfðu svarað. Þar með var meðbyrinn alveg kominn yfir til Njarðvíkinga og komust gestirnir mest átta stigum yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Grindvíkingar náðu ekki að naga forskotið niður og með skynsemina að vopni sigldu Njarðvíkingar leiknum heim og hafa tekið forystuna í undanúrslita einvíginu. Stigahæstir voru þeir Tracy Smith Jr. hjá Njarðvík með 19 stig og Ólafur Ólafsson með 18 fyrir Grindavík. Næsti leikur er í Njarðvík og ef Grindvíkingar ætla sér ekki að missa einvígið úr höndum sér þá verða þeir hreinlega að ná að vinna næsta leik, þó verkefnið sé mikið. Njarðvíkingar eru hins vegar kampakátir með að ná að vinna í Grindavík og standa þeir vel að vígi fyrir framhaldið.Einar Árni var kátur með sína menn.Vísir/DaníelEinar Árni Jóhannsson: Komum klárir í stríðið á mánudaginn „Ef við horfum á síðustu þrjá leiki, á móti frábæru Haukaliði, þar sýndum við fáæma karakter. Eiginlega meiri frá leik til leiks. Hér í kvöld erum við að mæta Íslandsmeisturunum og það er búið að minna okkur ansi mikið á það að við unnum þá síðast í október 2009.“ Svona var svar þjálfara Njarðvíkur eftir að blaðamaður spurði hann út í karakter Njarðvíkinga í kvöld. „Okkur finnst við hafa spilað vel á móti þeim í vetur en vantað að klára en í dag fórum við hina leiðina eins og á móti Haukum. Byrjuðum illa og fannst mér vanta hjarta í þetta í fyrri hálfleik. Þetta er samt bara einn áfangi, við ætlum ekki að tapa okkur, það er virkilega sterkt að koma hingað og ná í þennan sigur. Ef við ætlum að láta þetta telja, þá verðum við að mæta til leiks á mánudaginn frá fyrstu mínútu og spila vel í 40 mínútur.“ Einar var spurður að því hvort eitthvað þyrfti að laga í leik sinna manna fyrir mánudaginn. „Það er það að spila á fullu allan leikinn, það er kominn tími á það. Við byrjuðum ekkert hræðilega illa í kvöld en mér fannst við ekki góðir í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var ekki góður og var Ómar [Sævarsson] eins og kóngur í ríki sínu í teignum. Það eru hlutir sem snúa að því að hafa stórt hjarta. Í seinni hálfleik sýndu mínir menn það og sýndu áræðni og kraft og þor. Að ná í þennan sigur er gríðarlega mikilvægt, það er kannski gömul tugga en við þurftum alltaf að vinna í Grindavík en þetta er upp í þrjú og það skiptir ekki máli hvar við vinnum. Það þarf alltaf að vinna þrjá leiki. Nú hvílum við okkur og komum klárir í stríðið á mánudaginn.“ „Menn eru alltaf að fá högg þegar komið er hingað í keppninni og að væla undan meiðslum eða dómgæslu er bara ekki í boði. Það eru allir að gera sitt besta og við einbeitum okkur bara að því hvað við gerum best og látum aðra hafa áhyggjur af hinu“, sagði Einar að lokum varðandi meiðsli sem Elvar Már Friðriksson hlaut í leiknum.Hjörtur Rafn skoraði 16 stig í kvöld.Vísir/DaníelHjörtur Hrafn Einarsson: Maður verður að nýta færin þegar þau gefast Hjörtur Hrafn Einarsson sýndi ákaflega góðann leik í seinni hálfleik í kvöld og skoraði mikilvægar körfur fyrir sína menn í kvöld sem áttu þátt í að snúa leiknum í átt til Njarðvíkur. Hann var spurður út í gang leiksins að hans mati. „Við vorum daufir í fyrri hálfleik og vorum við ekki að berjast eins og við ætluðum okkur en komum miklu áræðnari í seinni hálfleik, byrjuðum reyndar illa í seinni en við bættum okkur í frákastabaráttunni og byrjuðum að berjast meira í seinni hálfleik í vörninni og þá kom sóknin sjálfkrafa með.“ Um sinn eigin leik hafði Hjörtur að segja. „Það opnuðust bara glufur fyrir mig í kvöld og reyndi ég að nýta þær eins vel og ég gat. Það heppnaðist ágætlega, maður verður að nýta færin þegar maður fær þau og það verður vonandi svipað upp á teningnum á mánudaginn.“ „Svona sigur gefur okkur aukið sjálfstraust, við erum náttúrulega ekki búnir að vinna þá áður í vetur en þetta gerir það að verkum að við mætum vel tilbúnir í næsta leik. Nú vitum að við getum unnið þá og þurfum að halda áfram á sömu braut.“Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur.Vísir/VilhelmSverrir Þór Sverrisson: Það er ekki nóg að spila bara þrjá leikhluta „Við þurfum að spila í 40 mínútur, það er ekki nóg að spila þrjá leikhluta“, sagði þjálfari Grindvíkinga um hluti mætti laga hjá sínum mönnum fyrir næsta leik. „Varnarlega eru hlutir sem við getum gert betur og gerðum lengi vel í kvöld. Svo þurfum við að hitta úr skotum, það datt varla þristur í kvöld, því við vorum að fá galopin skot. Það gengur náttúrulega ekki í leik sem þessum.“ Hann var spurður að því hvort leikmenn hans þyrftu að sýna rólegri þegar þeir ná góðri forystu eins og gerðist í kvöld. „Nei nei, við lendum í villuvandræðum, erum að fá á okkur klaufavillur og mínir menn þurfa að spila vörnina betur og halda mönnum fyrir framan sig og ekki vera að slá til þeirra. Það er ansi dýrst að hafa lykilmenn í villuvandræðum á bekknum og er þetta hlutir sem við þurfum að passa og halda villunum í lágmarki. Við mætum bara tilbúnir á mánudaginn og vinnum þann leik.“Grindavík-Njarðvík 73-81 (26-20, 15-14, 17-20, 15-27)Grindavík: Ólafur Ólafsson 18/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 14/14 fráköst/4 varin skot, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/14 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 10/5 fráköst/11 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 2.Njarðvík: Tracy Smith Jr. 19/18 fráköst, Elvar Már Friðriksson 18/7 fráköst/10 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 16, Logi Gunnarsson 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 6, Óli Ragnar Alexandersson 2.Leiklýsingin:4. leikhluti | 73-81: Skynsemin réð ríkjum hjá gestunum úr Njarðvík eftir að hafa nýtt eitt víti og fengið boltann aftur. Þeir taka forystuna í einvíginu.4. leikhluti | 73-80: Hálf mínúta eftir og Njarðvíkingar ná að skora þrjú stig og fá boltann aftur þetta gæti verið að fara til Njarðvíkur. Það er síðan dæmd óíþróttamannsleg villa á Grindavík.4. leikhluti | 73-77: Heimamenn pressa og ná boltanum og skora fjögur stig í röð. Mínúta eeftir.4. leikhluti | 69-77: Smith Jr. náði ekki að nýta vítið eftir leikhléið og Grindavík bætti við körfu. Elvar Már Friðriksson setti hins vegar niður tvö víti og það eru 1:20 eftir.4. leikhluti | 67-75: Nú eru það Njarðvíkingarnir sem hafa tögl á haldi. Hjörtur Einarsson skorar áður en Njarðvíkingar ná boltanum og Smith Jr. skorar og fær villu að auki. Hann er á leiðinni á línuna en það er tekið leikhlé þegar 1:56 eru til leiksloka.4. leikhluti | 67-71: Bæði lið eru annað hvort að missa boltann eða misnota skot. 2:40 eftir.4. leikhluti | 67-71: Logi Gunnarsson skorar þriggja stiga körfu, nærrum því úr Njarðvíkunum! Ólafur Ólafsson bætir við tveimur fyrir heimamenn. Leikhlé þegar 3:32 eru eftir.4. leikhluti | 65-68: Grindvíkingar eru ekki að ná a nýta sér það þegar Njarðvík skorar ekki. 4:15 eftir.4. leikhluti | 64-68: Þriðji þristurinn frá Hirti Einarssyni hann er með hörku framgöngu hérna í kvöld. Jóhann Árni náði að bæta við fyrir Grindavík. 5:40 eftir.4. leikhluti | 62-65: Njarðvíkingar eru komnir yfir Logi Gunnarsson keyrði að körfunni og skoraði. Elvar Már Friðrikss. keyrði síðan að körfunni og skoraði einnig. Sverrir Sverrisson var þá búinn að sjá nóg og bað um leikhlé þegar 6:26 eru eftir.4. leikhluti | 62-61: Liðin skiptust á körfum og það er hörkuspenna í Röstinni. Eins stigs munur og 7 mín. eftir.4. leikhluti | 60-59: Grindvíkingar náðu að bæta við einni körfu en aftur er Hjörtur Einarsson með mikilvægan þrist fyrir þá grænu. 8:07 eftir.4. leikhluti | 58-56: Smith Jr., Njarðvík er fyrstu á blað í fjórða leikhluta. Flott troðsla eftir frábært spil gestanna. 8:38 eftir.4. leikhluti | 58-54: Ekkert skorað fyrstu mínútuna í lokafjórðungnum. 9 mín. eftir.4. leikhluti | 58-54: Megi þetta vera spennandi fram á lokasekúndu en fjórði leikhluti er byrjaður. 9:50 eftir.3. leikhluti | 58-54: Liðin bættu við sitt hvorri körfunni áður en Grindavík reyndi lokaskot fjórðungsins sem geigaði. Njarðvíkingar sýndu seiglu eftir að hafa verið 13 stigum undir og koma þessu niður í fjögur stig fyrri seinasta leikhlutann.3. leikhluti | 56-52: Ágúst Orrason dúndrar niður þrist en Jóhann Árni svarar um hæl. 55 sek. eftir.3. leikhluti | 54-49: 1:44 eftir og Sigurður Þorsteinsson skrefar og Grindavík missir boltann. Hjörtur Hrafn Einarsson brunar þá upp og skorar, fær villu og setur vítaskotið ekki ofan í.3. leikhluti | 53-47: Hjörtur Hrafn Einarsson með mikilvægan þrist. 3:12 eftir.3. leikhluti | 53-44: Logi Gunnarss. brennir af einu víti en nýtir annað. Vítin sem fara ekki ofan í eru dýrari í úrslitakeppninni. 3:57 eftir.3. leikhluti | 53-43: Grindvíkingar taka leikhlé þegar 3:57 eru til loka þriðja leikhluta.3. leikhluti | 53-43: Smith Jr. bætir við þremur stigum fyrir Njarðvík úr tveimur ferðum á vítalínuna. 4:21 eftir.3. leikhluti | 53-40: Ég hélt í stutta stund að Njarðvík ætlaði að ná því að minnka muninn af einhverju viti en Grindvíkingar kunna listina að halda liðum fyrir aftan sig. 5:03 eftir.3. leikhluti | 51-40: Logi Gunnarsson bætir við tveimur stigum af vítalínunni og tekur síðan sterkt sóknarfrákast. Hann er leiðtogi þeirra grænu. Hinn leiðtoginn í liðinu Elvar Már nær síðan í sóknarvillu á Grindavík. 6:21 eftir.3. leikhluti | 51-38: Grindavík er að taka völdin hérna, ákafinn í vörninni er orðinn meiri og þeir ná að hitta þriggja stiga skoti. 7:09 eftir.3. leikhluti | 48-38: Heimamenn komust 10 stigum yfir en gestirnir svöruðu áður en Grindavík bætti við tveimur stigum. 8 mín. eftir.3. leikhluti | 44-36: Njarðvíkingar náðu að svara en Jóhann Árni bætti við 1 stigi af vítalínunni. 8:56 eftir.3. leikhluti | 43-34: Seinni hálfleikur er hafinn Grindvíkingar eru fyrstir á blað. 9:46 eftir.2. leikhluti | 41-34: Grindvíkingar náðu að bæta við tveimur stigum og Njarðvík reyndi lokaskotið í hálfleiknum. Það geigaði og heimamenn ganga því til búningsherbergja með sjö stiga forystu. Þetta hefur verið hörkuhálfleikur sem einkennst hefur af skor sprettum.2. leikhluti | 39-34: Fimm stiga munur þegar ein mínúta er til hálfleiks.2. leikhluti | 36-32: Núna lá Ólafur Ólafsson eftir, eftir viðskipti við Smith Jr. sem fær villu og tvö víti. Hann nýtir bæði. Það er í lagi með Ólaf. 1:522. leikhluti | 36-30: Elvar Már snýr aftur á völlinn og virðist ekki hafa orðið meint af. Grindvíkingar ná boltanum af Njarðvíkingum og Jóhann Árni Ólafsson fær tvö víti. Hann nýtir annað. 2:24 eftir.2. leikhluti | 35-30: Elvar Már snýr sig og liggur eftir. Vonandi er hann ekki mikið meiddur enda með betri leikmönnum á vellinum. Njarðvík tekur leikhlé þegar 3:04 eru eftir.2. leikhluti | 35-30: Uss, Ómar Sævarsson tók þrjú sóknarfráköst áður en að hann kom boltanum í körfuna. Fyrirmyndar barátta. 3:30 eftir.2. leikhluti | 33-30: Grindavík stal boltanum og fremstur fór Ólafur Ólafsson sem tróð boltanum með glæsibrag. Þetta viljum við sjá. 3:56 eftir.2. leikhluti | 31-30: Grindvíkingar komast aftur yfir en bæði lið voru að misnota skot sín en að komast í góð skotfæri. Það er spenna í loftinu. 5:14 eftir.2. leikhluti | 29-30: Hjörtur Einarsson nýtti ekki vítin sín en Njarðvík náði sóknarfrákastinu og boltinn barst til Hjartar sem skilaði boltanum heim. 6:35 eftir.2. leikhluti | 29-28: Njarðvíkingar eru á leiðinni á vítalínuna og geta tekið forystuna aftur. Það er tekið leikhlé þegar 6:50 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 29-28: Þristur og svo tvistu hjá Njarðvík og munurinn er eitt stig. 7:26 eftir.2. leikhluti | 28-23: Elvar Már Friðriksson kemur gestunum á blað með ótrúlegum þrist, ein sek. eftir á skotklukkuni og hann dúndrar boltanum ofan í. 8:27 eftir.2. leikhluti | 28-20: Ómar Sævarsson skorar fyrstu stig leikhlutans og er kominn með 10 stig. 8:51 stig eftir.2. leikhluti | 26-20: Annar leikhluti er hafinn og heimamenn byrjuðu í sókn sem klikkaði. 9:40 eftir.1. leikhluti | 26-20: Gestirnir náðu að minnka muninn af vítalínunni og Grindavík lagði upp með að fá eitt skot í lokin. Skotið geigaði og heimamenn með sex stiga forskot eftir 10 mínútur.1. leikhluti | 26-18: Ein mínúta eftir. Heimamenn pressa og truflar það Njarðvíkinga dálítið. Gulir ná að spila sinn sóknarleik á meðan.1. leikhluti | 22-18: Heimamenn ná fjögurra stiga forskoti þegar tvær mínútur eru eftir. Ómar fer fyrir sínum mönnum þessa stundina.1. leikhluti | 18-16: Þrjár mínútur eftir af leikhlutanum og heimamenn ná forskotinu, Ómar Sævarsson með sterkt sóknarfrákast og skilar boltanum heim.1. leikhluti | 14-16: 6-0 sprettur heimamanna og þeir jöfnuðu en gestirnir voru fljótir að svara. 4 mín eftir.1. leikhluti | 12-14: Grindvíkingar skora þá fjögur stig í röð og minnka muninn í tvö stig. Þetta verður vonandi svona í allt kvöld. 4:44 eftir.1. leikhluti | 8-14: Njarðvíkingar hafa skorað 8 stig í röð og ná upp sex stiga forskoti. 5:55 eftir.1. leikhluti | 6-6: Það er jafnt á öllum tölum hérna í upphafi leiks. Erlendu leikmenn liðanna eru með fjögur stig hvor. 7:36 eftir.1. leikhluti | 4-4: Liðin hafa skipst á að skora og missa boltann, þetta byrjar vel. 8:15 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byrjaður og það eru gestirnir sem hefja sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Grindavík vann báða leiki liðanna í deildinni á tímabilinu. Þeir gulu unnu fyrri leikinn á heimavelli, 79-75, og þann síðari í Ljónagryfjunni með ellefu stiga mun, 90-79. Þorleifur Ólafsson var stigahæstur Grindvíkinga í síðari leiknum með 26 stig en hann hefur reynst Njarðvíkingum erfiður í gegnum tíðina. Þorleifur verður þó ekkert meira með á tímabilinu eftir að slíta krossband í hné.Fyrir leik: Grindavík endaði í 3. sæti deildarinnar en Njarðvík 4. sæti og má því búast við spennandi leikjum. Grindavík vann Þór Þorlákshöfn, 3-1, í 8 liða úrslitum en Njarðvík sópaði Haukum í sumarfrí, 3-0.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr Röstinni þar sem Íslands- og bikarmeistarar Grindavíkur taka á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Njarðvíkingar náðu forskotinu í undanúrslitaeinvíginu á móti Grindavík í kvöld. Þeir náðu með ótrúlegri seiglu að vinna upp 13 stiga forskot Grindvíkinga í þriðja leikhluta og með góðum leik í þeim fjórða, klára leikinn. Staðan því 1-0 fyrir Njarðvík og næsti leikur er í Njarðvík á mánudaginn. Fyrri hálfleikur hjá Grindavík og Njarðvík í kvöld, einkenndist af skor sprettum hjá hvoru liði. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu gestirnir úr Njarðvík 0-8 sprett og komust þeir með því sex stigum yfir þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Þáð var komið að Grindavík sem náði að jafna leikinn í 14-14 með sex stiga sprett. Komust þeir yfir og bættu hægt og bítandi við forskot sitt það sem eftir lifði hálfleiks. Heimamenn komust mest í átta stiga forskot en Njarðvík náði að minnka það um tvö stig áður en fyrsti fjórðungur var úti. Annar leikhluti þróaðist á svipaðan máta. Njarvík náði skoraði tíu stig á meðan Grindavík náði að skora þrjú stig á upphafsmínútum annars leikhluta og komust þeir þannig yfir 29-30. Grindavík skoraði næstu sjö stig og voru með sex stiga forskot þegar tvær og hálf mínúta voru til hálfleiks, 36-30. Njarðvíkingar náðu ekki að naga af því forskoti og Grindvíkingar voru með sjö stiga forystu í hálfleik, 41-34. Atkvæðamestir í hálfleik voru Ómar Örn Sævarsson hjá Grindavík með 12 stig og átta fráköst. Tracy Smith Jr. skoraði 12 stig fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik og tók að auki 10 fráköst. Seinni hálfleikur réðst, eins og sá fyrri, á sprettum liðanna. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið framan af þriðja leikhluta og þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af fjórðungnum höfðu heimamenn skorað 10 stig en Njarðvíkingar fjögur. Þetta þýddi að forskot þeirra var orðið 13 stig, 51-38. Þeir náðu að halda Njarðvíkingum meira en 10 stigum fyrir aftan sig þangað til að tæpar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Njarðvíkingar náðu að saxa niður forskotið hægt og bítandi og voru að fá framlag frá mörgum mönnum. Staðan var 58-54 fyrir fjórða leikhluta. Fremstur í flokki minni spámanna hjá Njarðvík fór Hjörtur Hrafn Einarsson sem skoraði 14 stig í seinni hálfleik og setti niður tvær þriggja stiga körfur á mikilvægum augnablikum í seinni hálfleik. Liðin skiptust á að skora á fyrstu mínútum lokafjórðungsins og var mikil spenna í loftinu. Þegar sjö mínútur voru eftir voru Grindvíkingar einu stig eftir en Njarðvíkingar skoruðu næstu fjögur stig og síðan bættu þeir við þremur stigum eftir að Grindvíkingar höfðu svarað. Þar með var meðbyrinn alveg kominn yfir til Njarðvíkinga og komust gestirnir mest átta stigum yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Grindvíkingar náðu ekki að naga forskotið niður og með skynsemina að vopni sigldu Njarðvíkingar leiknum heim og hafa tekið forystuna í undanúrslita einvíginu. Stigahæstir voru þeir Tracy Smith Jr. hjá Njarðvík með 19 stig og Ólafur Ólafsson með 18 fyrir Grindavík. Næsti leikur er í Njarðvík og ef Grindvíkingar ætla sér ekki að missa einvígið úr höndum sér þá verða þeir hreinlega að ná að vinna næsta leik, þó verkefnið sé mikið. Njarðvíkingar eru hins vegar kampakátir með að ná að vinna í Grindavík og standa þeir vel að vígi fyrir framhaldið.Einar Árni var kátur með sína menn.Vísir/DaníelEinar Árni Jóhannsson: Komum klárir í stríðið á mánudaginn „Ef við horfum á síðustu þrjá leiki, á móti frábæru Haukaliði, þar sýndum við fáæma karakter. Eiginlega meiri frá leik til leiks. Hér í kvöld erum við að mæta Íslandsmeisturunum og það er búið að minna okkur ansi mikið á það að við unnum þá síðast í október 2009.“ Svona var svar þjálfara Njarðvíkur eftir að blaðamaður spurði hann út í karakter Njarðvíkinga í kvöld. „Okkur finnst við hafa spilað vel á móti þeim í vetur en vantað að klára en í dag fórum við hina leiðina eins og á móti Haukum. Byrjuðum illa og fannst mér vanta hjarta í þetta í fyrri hálfleik. Þetta er samt bara einn áfangi, við ætlum ekki að tapa okkur, það er virkilega sterkt að koma hingað og ná í þennan sigur. Ef við ætlum að láta þetta telja, þá verðum við að mæta til leiks á mánudaginn frá fyrstu mínútu og spila vel í 40 mínútur.“ Einar var spurður að því hvort eitthvað þyrfti að laga í leik sinna manna fyrir mánudaginn. „Það er það að spila á fullu allan leikinn, það er kominn tími á það. Við byrjuðum ekkert hræðilega illa í kvöld en mér fannst við ekki góðir í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var ekki góður og var Ómar [Sævarsson] eins og kóngur í ríki sínu í teignum. Það eru hlutir sem snúa að því að hafa stórt hjarta. Í seinni hálfleik sýndu mínir menn það og sýndu áræðni og kraft og þor. Að ná í þennan sigur er gríðarlega mikilvægt, það er kannski gömul tugga en við þurftum alltaf að vinna í Grindavík en þetta er upp í þrjú og það skiptir ekki máli hvar við vinnum. Það þarf alltaf að vinna þrjá leiki. Nú hvílum við okkur og komum klárir í stríðið á mánudaginn.“ „Menn eru alltaf að fá högg þegar komið er hingað í keppninni og að væla undan meiðslum eða dómgæslu er bara ekki í boði. Það eru allir að gera sitt besta og við einbeitum okkur bara að því hvað við gerum best og látum aðra hafa áhyggjur af hinu“, sagði Einar að lokum varðandi meiðsli sem Elvar Már Friðriksson hlaut í leiknum.Hjörtur Rafn skoraði 16 stig í kvöld.Vísir/DaníelHjörtur Hrafn Einarsson: Maður verður að nýta færin þegar þau gefast Hjörtur Hrafn Einarsson sýndi ákaflega góðann leik í seinni hálfleik í kvöld og skoraði mikilvægar körfur fyrir sína menn í kvöld sem áttu þátt í að snúa leiknum í átt til Njarðvíkur. Hann var spurður út í gang leiksins að hans mati. „Við vorum daufir í fyrri hálfleik og vorum við ekki að berjast eins og við ætluðum okkur en komum miklu áræðnari í seinni hálfleik, byrjuðum reyndar illa í seinni en við bættum okkur í frákastabaráttunni og byrjuðum að berjast meira í seinni hálfleik í vörninni og þá kom sóknin sjálfkrafa með.“ Um sinn eigin leik hafði Hjörtur að segja. „Það opnuðust bara glufur fyrir mig í kvöld og reyndi ég að nýta þær eins vel og ég gat. Það heppnaðist ágætlega, maður verður að nýta færin þegar maður fær þau og það verður vonandi svipað upp á teningnum á mánudaginn.“ „Svona sigur gefur okkur aukið sjálfstraust, við erum náttúrulega ekki búnir að vinna þá áður í vetur en þetta gerir það að verkum að við mætum vel tilbúnir í næsta leik. Nú vitum að við getum unnið þá og þurfum að halda áfram á sömu braut.“Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur.Vísir/VilhelmSverrir Þór Sverrisson: Það er ekki nóg að spila bara þrjá leikhluta „Við þurfum að spila í 40 mínútur, það er ekki nóg að spila þrjá leikhluta“, sagði þjálfari Grindvíkinga um hluti mætti laga hjá sínum mönnum fyrir næsta leik. „Varnarlega eru hlutir sem við getum gert betur og gerðum lengi vel í kvöld. Svo þurfum við að hitta úr skotum, það datt varla þristur í kvöld, því við vorum að fá galopin skot. Það gengur náttúrulega ekki í leik sem þessum.“ Hann var spurður að því hvort leikmenn hans þyrftu að sýna rólegri þegar þeir ná góðri forystu eins og gerðist í kvöld. „Nei nei, við lendum í villuvandræðum, erum að fá á okkur klaufavillur og mínir menn þurfa að spila vörnina betur og halda mönnum fyrir framan sig og ekki vera að slá til þeirra. Það er ansi dýrst að hafa lykilmenn í villuvandræðum á bekknum og er þetta hlutir sem við þurfum að passa og halda villunum í lágmarki. Við mætum bara tilbúnir á mánudaginn og vinnum þann leik.“Grindavík-Njarðvík 73-81 (26-20, 15-14, 17-20, 15-27)Grindavík: Ólafur Ólafsson 18/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 14/14 fráköst/4 varin skot, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/14 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 10/5 fráköst/11 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 2.Njarðvík: Tracy Smith Jr. 19/18 fráköst, Elvar Már Friðriksson 18/7 fráköst/10 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 16, Logi Gunnarsson 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 6, Óli Ragnar Alexandersson 2.Leiklýsingin:4. leikhluti | 73-81: Skynsemin réð ríkjum hjá gestunum úr Njarðvík eftir að hafa nýtt eitt víti og fengið boltann aftur. Þeir taka forystuna í einvíginu.4. leikhluti | 73-80: Hálf mínúta eftir og Njarðvíkingar ná að skora þrjú stig og fá boltann aftur þetta gæti verið að fara til Njarðvíkur. Það er síðan dæmd óíþróttamannsleg villa á Grindavík.4. leikhluti | 73-77: Heimamenn pressa og ná boltanum og skora fjögur stig í röð. Mínúta eeftir.4. leikhluti | 69-77: Smith Jr. náði ekki að nýta vítið eftir leikhléið og Grindavík bætti við körfu. Elvar Már Friðriksson setti hins vegar niður tvö víti og það eru 1:20 eftir.4. leikhluti | 67-75: Nú eru það Njarðvíkingarnir sem hafa tögl á haldi. Hjörtur Einarsson skorar áður en Njarðvíkingar ná boltanum og Smith Jr. skorar og fær villu að auki. Hann er á leiðinni á línuna en það er tekið leikhlé þegar 1:56 eru til leiksloka.4. leikhluti | 67-71: Bæði lið eru annað hvort að missa boltann eða misnota skot. 2:40 eftir.4. leikhluti | 67-71: Logi Gunnarsson skorar þriggja stiga körfu, nærrum því úr Njarðvíkunum! Ólafur Ólafsson bætir við tveimur fyrir heimamenn. Leikhlé þegar 3:32 eru eftir.4. leikhluti | 65-68: Grindvíkingar eru ekki að ná a nýta sér það þegar Njarðvík skorar ekki. 4:15 eftir.4. leikhluti | 64-68: Þriðji þristurinn frá Hirti Einarssyni hann er með hörku framgöngu hérna í kvöld. Jóhann Árni náði að bæta við fyrir Grindavík. 5:40 eftir.4. leikhluti | 62-65: Njarðvíkingar eru komnir yfir Logi Gunnarsson keyrði að körfunni og skoraði. Elvar Már Friðrikss. keyrði síðan að körfunni og skoraði einnig. Sverrir Sverrisson var þá búinn að sjá nóg og bað um leikhlé þegar 6:26 eru eftir.4. leikhluti | 62-61: Liðin skiptust á körfum og það er hörkuspenna í Röstinni. Eins stigs munur og 7 mín. eftir.4. leikhluti | 60-59: Grindvíkingar náðu að bæta við einni körfu en aftur er Hjörtur Einarsson með mikilvægan þrist fyrir þá grænu. 8:07 eftir.4. leikhluti | 58-56: Smith Jr., Njarðvík er fyrstu á blað í fjórða leikhluta. Flott troðsla eftir frábært spil gestanna. 8:38 eftir.4. leikhluti | 58-54: Ekkert skorað fyrstu mínútuna í lokafjórðungnum. 9 mín. eftir.4. leikhluti | 58-54: Megi þetta vera spennandi fram á lokasekúndu en fjórði leikhluti er byrjaður. 9:50 eftir.3. leikhluti | 58-54: Liðin bættu við sitt hvorri körfunni áður en Grindavík reyndi lokaskot fjórðungsins sem geigaði. Njarðvíkingar sýndu seiglu eftir að hafa verið 13 stigum undir og koma þessu niður í fjögur stig fyrri seinasta leikhlutann.3. leikhluti | 56-52: Ágúst Orrason dúndrar niður þrist en Jóhann Árni svarar um hæl. 55 sek. eftir.3. leikhluti | 54-49: 1:44 eftir og Sigurður Þorsteinsson skrefar og Grindavík missir boltann. Hjörtur Hrafn Einarsson brunar þá upp og skorar, fær villu og setur vítaskotið ekki ofan í.3. leikhluti | 53-47: Hjörtur Hrafn Einarsson með mikilvægan þrist. 3:12 eftir.3. leikhluti | 53-44: Logi Gunnarss. brennir af einu víti en nýtir annað. Vítin sem fara ekki ofan í eru dýrari í úrslitakeppninni. 3:57 eftir.3. leikhluti | 53-43: Grindvíkingar taka leikhlé þegar 3:57 eru til loka þriðja leikhluta.3. leikhluti | 53-43: Smith Jr. bætir við þremur stigum fyrir Njarðvík úr tveimur ferðum á vítalínuna. 4:21 eftir.3. leikhluti | 53-40: Ég hélt í stutta stund að Njarðvík ætlaði að ná því að minnka muninn af einhverju viti en Grindvíkingar kunna listina að halda liðum fyrir aftan sig. 5:03 eftir.3. leikhluti | 51-40: Logi Gunnarsson bætir við tveimur stigum af vítalínunni og tekur síðan sterkt sóknarfrákast. Hann er leiðtogi þeirra grænu. Hinn leiðtoginn í liðinu Elvar Már nær síðan í sóknarvillu á Grindavík. 6:21 eftir.3. leikhluti | 51-38: Grindavík er að taka völdin hérna, ákafinn í vörninni er orðinn meiri og þeir ná að hitta þriggja stiga skoti. 7:09 eftir.3. leikhluti | 48-38: Heimamenn komust 10 stigum yfir en gestirnir svöruðu áður en Grindavík bætti við tveimur stigum. 8 mín. eftir.3. leikhluti | 44-36: Njarðvíkingar náðu að svara en Jóhann Árni bætti við 1 stigi af vítalínunni. 8:56 eftir.3. leikhluti | 43-34: Seinni hálfleikur er hafinn Grindvíkingar eru fyrstir á blað. 9:46 eftir.2. leikhluti | 41-34: Grindvíkingar náðu að bæta við tveimur stigum og Njarðvík reyndi lokaskotið í hálfleiknum. Það geigaði og heimamenn ganga því til búningsherbergja með sjö stiga forystu. Þetta hefur verið hörkuhálfleikur sem einkennst hefur af skor sprettum.2. leikhluti | 39-34: Fimm stiga munur þegar ein mínúta er til hálfleiks.2. leikhluti | 36-32: Núna lá Ólafur Ólafsson eftir, eftir viðskipti við Smith Jr. sem fær villu og tvö víti. Hann nýtir bæði. Það er í lagi með Ólaf. 1:522. leikhluti | 36-30: Elvar Már snýr aftur á völlinn og virðist ekki hafa orðið meint af. Grindvíkingar ná boltanum af Njarðvíkingum og Jóhann Árni Ólafsson fær tvö víti. Hann nýtir annað. 2:24 eftir.2. leikhluti | 35-30: Elvar Már snýr sig og liggur eftir. Vonandi er hann ekki mikið meiddur enda með betri leikmönnum á vellinum. Njarðvík tekur leikhlé þegar 3:04 eru eftir.2. leikhluti | 35-30: Uss, Ómar Sævarsson tók þrjú sóknarfráköst áður en að hann kom boltanum í körfuna. Fyrirmyndar barátta. 3:30 eftir.2. leikhluti | 33-30: Grindavík stal boltanum og fremstur fór Ólafur Ólafsson sem tróð boltanum með glæsibrag. Þetta viljum við sjá. 3:56 eftir.2. leikhluti | 31-30: Grindvíkingar komast aftur yfir en bæði lið voru að misnota skot sín en að komast í góð skotfæri. Það er spenna í loftinu. 5:14 eftir.2. leikhluti | 29-30: Hjörtur Einarsson nýtti ekki vítin sín en Njarðvík náði sóknarfrákastinu og boltinn barst til Hjartar sem skilaði boltanum heim. 6:35 eftir.2. leikhluti | 29-28: Njarðvíkingar eru á leiðinni á vítalínuna og geta tekið forystuna aftur. Það er tekið leikhlé þegar 6:50 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 29-28: Þristur og svo tvistu hjá Njarðvík og munurinn er eitt stig. 7:26 eftir.2. leikhluti | 28-23: Elvar Már Friðriksson kemur gestunum á blað með ótrúlegum þrist, ein sek. eftir á skotklukkuni og hann dúndrar boltanum ofan í. 8:27 eftir.2. leikhluti | 28-20: Ómar Sævarsson skorar fyrstu stig leikhlutans og er kominn með 10 stig. 8:51 stig eftir.2. leikhluti | 26-20: Annar leikhluti er hafinn og heimamenn byrjuðu í sókn sem klikkaði. 9:40 eftir.1. leikhluti | 26-20: Gestirnir náðu að minnka muninn af vítalínunni og Grindavík lagði upp með að fá eitt skot í lokin. Skotið geigaði og heimamenn með sex stiga forskot eftir 10 mínútur.1. leikhluti | 26-18: Ein mínúta eftir. Heimamenn pressa og truflar það Njarðvíkinga dálítið. Gulir ná að spila sinn sóknarleik á meðan.1. leikhluti | 22-18: Heimamenn ná fjögurra stiga forskoti þegar tvær mínútur eru eftir. Ómar fer fyrir sínum mönnum þessa stundina.1. leikhluti | 18-16: Þrjár mínútur eftir af leikhlutanum og heimamenn ná forskotinu, Ómar Sævarsson með sterkt sóknarfrákast og skilar boltanum heim.1. leikhluti | 14-16: 6-0 sprettur heimamanna og þeir jöfnuðu en gestirnir voru fljótir að svara. 4 mín eftir.1. leikhluti | 12-14: Grindvíkingar skora þá fjögur stig í röð og minnka muninn í tvö stig. Þetta verður vonandi svona í allt kvöld. 4:44 eftir.1. leikhluti | 8-14: Njarðvíkingar hafa skorað 8 stig í röð og ná upp sex stiga forskoti. 5:55 eftir.1. leikhluti | 6-6: Það er jafnt á öllum tölum hérna í upphafi leiks. Erlendu leikmenn liðanna eru með fjögur stig hvor. 7:36 eftir.1. leikhluti | 4-4: Liðin hafa skipst á að skora og missa boltann, þetta byrjar vel. 8:15 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byrjaður og það eru gestirnir sem hefja sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Grindavík vann báða leiki liðanna í deildinni á tímabilinu. Þeir gulu unnu fyrri leikinn á heimavelli, 79-75, og þann síðari í Ljónagryfjunni með ellefu stiga mun, 90-79. Þorleifur Ólafsson var stigahæstur Grindvíkinga í síðari leiknum með 26 stig en hann hefur reynst Njarðvíkingum erfiður í gegnum tíðina. Þorleifur verður þó ekkert meira með á tímabilinu eftir að slíta krossband í hné.Fyrir leik: Grindavík endaði í 3. sæti deildarinnar en Njarðvík 4. sæti og má því búast við spennandi leikjum. Grindavík vann Þór Þorlákshöfn, 3-1, í 8 liða úrslitum en Njarðvík sópaði Haukum í sumarfrí, 3-0.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr Röstinni þar sem Íslands- og bikarmeistarar Grindavíkur taka á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta.
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira