Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 68-94 | Yfirburðir hjá KR Guðmundur Marinó Ingvarsson í Ásgarði skrifar 6. apríl 2014 00:01 Vísir / Daníel KR er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu við Stjörnuna í Dominos deild karla í körfubolta eftir öruggan 68-94 sigur í kvöld. KR hitti á sinn besta dag og átti Stjarnan í raun aldrei möguleika í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn mjög ákveðið en KR var fljótt að ná áttum og ná frumkvæðinu. KR var fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 23-19 og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn kominn i 12 stig 50-38. Stjarnan réð ekkert við hraðann hjá KR og átti KR mjög auðvelt með að finna opið skot og átti Stjarnan fá svör við því. Vörn KR var einnig á köflum mjög öflug og var liðið greinlega mjög ákveðið í að bjóða Stjörnunni ekki annan möguleika á að landa sigri. KR náði mest 19 stiga forystu í þriðja leikhluta en Stjarnan er með baráttuglatt lið sem gefst ekki svo auðveldlega upp. Stjarnan náði að minnka muninn í tólf stig fyrir fjórða leikhluta 69-57 en KR hóf fjórða leikhluta með látum og gerðu út um leikinn strax í byrjun hans. KR náði 20 stiga forystu og þann mun átti Stjarnan aldrei möguleika á að brúa. KR-ingar hittu mjög vel í leiknum á sama tíma og löngu skotin fóru ekki niður hjá Stjörnunni. Munurinn fellst þó ekki síst í því að KR fékk mun opnari skot í leiknum þar sem Stjarnan réð lítið við hraða KR-liðsins. Martin: Gekk allt upp„Við vorum sammála um að við vorum ekki nógu góðir í fyrsta leiknum og vorum staðráðnir í að mæta og byrja af krafti en lendum svo 8-0 undir. Það var spark í rassinn og eftir það var þetta einstefna,“ sagði Martin Hermannsson sem átti góðan leik líkt og félagar hans í KR-liðinu allir. „Það gekk allt upp sem lögðum upp með. Við náðum að hægja á Justin (Shouse) og skotin voru að detta. Þau gerðu það ekki í fyrsta leiknum. „Við ætlum að keyra hraðann upp og þegar það gengur er erfitt að ráða við okkur. Við erum með góða breidd og þetta er okkar bolti, hraður bolti. „Vörnin okkar var 100% í dag og þegar hún er það þá fáum við auðveldar körfur og þar að leiðandi kemur stemning og skotin fara að detta. Við erum með góðar skyttur. „Þetta er liðs íþrótt og þegar við spilum saman er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Martin sem var einu frákasti frá þrefaldri tvennu í leiknum. „Ég fer brjálaður til Finns Orra, að fá ekki tíma til að taka þetta eina frákast,“ sagði Martin í léttum dúr. Teitur: Ekta KR leikur í kvöld„Mér fannst þetta vera í þokkalegu jafnvægi í fyrsta leikhluta en svo förum við að reyna að hlaupa með KR-ingum. Það getur það enginn og sérstaklega ekki við,“ sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar. „Þeir stjórnuðu hraðanum gjörsamlega frá a til ö og þess vegna áttum við ekki möguleika í þá. „Við vorum ekki að gera það sem við erum vanir að gera og erum búnir að gera í úrslitakeppninni. Við viljum frekar hægja á leiknum og spila langar sóknir en margar slæmar ákvarðanatökur hjá okkur gera það að verkum að það var ekkert jafnvægi til baka og KR-ingar eru svo góðir í þeirri stöðu. „Þetta var ekta KR leikur í kvöld og við erum lélegir í honum,“ sagði Teitur. KR stal sigrinum í fyrsta leik liðanna en Teitur telur það áfall ekki hafa fylgt sínu liði inn í leikinn í kvöld. „Við erum með ágætis reynslu í úrslitakeppninni og höfum sigrað og tapað. Við töpuðum fyrsta leiknum í undanúrslitum í fyrra og fórum áfram. Þannig að ég held að það sé engin afsökun. „Mér fannst það vera þokkaleg stemning í liðinu í byrjun en svo voru leikmenn hjá mér sem voru yfirspenntir og misstu hausinn,“ sagði Teitur sem hefur enn trú á að Stjarnan geti komist áfram þó liðið sé komið upp að veggnum fræga. „Það er alltaf möguleiki þó það sé ekki eitthvað sem öskrar á mann eftir þessa frammistöðu í kvöld en við ætlum að gefa því séns.Tölfræði leiksins:Stjarnan: Matthew James Hairston 28/12 fráköst/5 varin skot, Justin Shouse 13/6 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 11, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 2, Sæmundur Valdimarsson 2, Sigurður Dagur Sturluson 2, Fannar Freyr Helgason 0/5 fráköst.KR: Demond Watt Jr. 21/8 fráköst, Darri Hilmarsson 20, Martin Hermannsson 13/9 fráköst/10 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 13/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 9, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 7, Pavel Ermolinskij 6/10 fráköst/8 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Högni Fjalarsson 1.Bein textalýsing:Leik lokið (68-94): KR komið í 2-039. mínúta (66-92): Mennirnir aftast á bekkjum liðanna að spreyta sig núna og auðvitað fóru gæði leiksins niður við það.37. mínúta (66-91): Úrslitin er fyrir löngu ráðin.36. mínúta (64-89): Watt er með 21 stig og Darri 20.35. mínúta (64-84): Þetta helst í 20 stigum.33. mínúta (62-82): Hairston minnkar muninn í 20 stig.32. mínúta (57-79): Nei, bíddu. Martin er kominn með 8 stig, þristur úr horninu. Þrennuvaktin er glaðvakandi. Og á meðan það er skrifað, stolinn bolti og Martin kominn með 10 stig.31. mínúta (57-74): Ekki sú byrjun á fjórða leikhluta sem Stjarnan þurfti. Brynjar Þór með þrist og Martin með sniðskot. Martin er með 5 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar.3. leikhluta lokið (57-69): Helgi Már kominn með fjórar villur.29. mínúta (55-67): Hairston er með 21 stig fyrir Stjörnuna og Justin Shouse og Marvin 11 hvor.28. mínúta (53-65): Komið niður í tólf stig. Betri varnarleikur hjá Stjörnunni en liðið þarf mun meira af þvi.27. mínúta (51-65): Marvin með þrist, líflína fyrir Stjörnuna?25. mínúta (46-65): Enn hittir Darri, kominn með 18 stig.24. mínúta (44-62): Þrennuvaktin er vöknuð, Martin Hermannsson er með þrjú stig, átta fráköst og níu stoðsendingar. Þarf reyndar að fara að hitta betur en það kemur.23. mínúta (40-59): Hairston með rosalega troðslu, svo rosalega að hann liggur eftir meiddur. Vonum að það sé ekki alvarlegt.22. mínúta (40-54): Watt kominn á blað í seinni hálfleik.21. mínúta (40-52): Það verður erfitt fyrir Stjörnuna að vinna þetta upp en við skulum ekki útiloka liðið.Hálfleikur: Hairston fór á kostum hjá Stjörunni og skoraði 19 stig og tók 9 fráköst. Marvin og Jón Sverrisson skoruðu 6 stig hvor.Hálfleikur: Darri Hilmarsson skoraði 15 stig fyrir KR í hálfleiknum. Watt 13 og Helgi Már 11.Hálfleikur (38-50): KR frábært í þessum fyrri hálfleik. Stjarnan réð ekkert við hraðann í liðinu.19. mínúta (33-47): Stjarnan með óboðlegan varnarleik og Magni treður í andlitið á liðinu.19. mínúta (32-45): Helgi Már kominn með þrjár villur en KR er engu að síður í góðum málum.18. mínúta (32-41): Hairston með eina viðstöðulausa og það vekur áhorfendur svo sannarlega.17. mínúta (28-39): KR er 7 af 13 fyrir utan þriggja stiga línuna en Stjarnan er bara 2 af 11.16. mínúta (27-36): KR keyrir upp hraðann og Stjarnan á í erfiðleikum með að ráða við það.15. mínúta (25-31): Marvin kominn inn eftir langa hvíld og byrjar á sóknarfrákasti og körfu.14. mínúta (23-31): KR að spila hörku vörn og byggja á henni.13. mínúta (23-29): Þetta gerir KR svo vel, keyra upp og fá opið skot. Helgi Már er kominn með 9 stig.12. mínúta (21-26): Magni Hafsteinsson með þrist.11. mínúta (21-23): Stolinn bolti verður að tveimur stigum, alltaf gott að fá svoleiðis.1. leikhluta lokið (19-23): Hressandi fyrsti leikhluti. Stjarnan byrjaði betur en svo tók KR við sér áður en þetta jafnaðist aftur.9. mínúta (17-20): Marvin hjá Stjörnunni og Darri hjá KR komnir með tvær villur hvor.9. mínúta (14-19): Vörn Stjörnunnar að herðast.7. mínúta (12-19): Watt er kominn með 8 stig hjá KR og Hairston 7 hjá Stjörnunni.6. mínúta (12-17): Það rignir hjá KR. Tveir þristar í röð og deildarmeistararnir fara á kostum.6. mínúta (10-11): Höfum það 8-0 sprettur hjá KR.5. mínúta (10-9): Góður sprettur hjá gestunum, 6-04. mínúta (10-5): Hairston og Watt skiptast á körfum. Það er hiti í leikmönnum og vel tekist á.3. mínúta (8-3): Pavel með þrist.2. mínúta (8-0): Heimamenn mæta klárir til leiks. Hairston með fimm stig í röð.1. mínúta (3-0): Liðin byrjuðu á að skiptast á töpuðum boltum áður en Marvin Valdimarsson opnar kvöldið með þrist.Fyrir leik: Þá er veslan að hefjast og nokkuð þétt setið þó enn megi troða við enda stæðanna.Fyrir leik: Dagur Kári Jónsson er ekki með Stjörnunni í kvöld en talið er líklegt að hann verði klár í leik þrjú.Fyrir leik: Hér eru góðir leikmenn úr báðum liðum að mýkja strokuna og gott ef netið brennur ekki báðum megin á vellinum. Þetta veit allt á gott.Fyrir leik: Þegar hálftími er til leiks er nokkuð af fólki komið í salinn. Þetta er skynsamt fólk því það gæti orðið erfitt að fá góð sæti snemma hér í kvöld.Fyrir leik: KR vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur í tveimur jöfnum leikjum.Fyrir leik: Bæði lið fóru taplaus í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar og því var tap Stjörnunnar í DHL-höllinni fyrsta tap Stjörnunnar í úrslitakeppninni í ár.Fyrir leik: Það var mikil dramatík í fyrsta leiknum sem KR vann eftir framlengingu.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og KR. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
KR er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu við Stjörnuna í Dominos deild karla í körfubolta eftir öruggan 68-94 sigur í kvöld. KR hitti á sinn besta dag og átti Stjarnan í raun aldrei möguleika í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn mjög ákveðið en KR var fljótt að ná áttum og ná frumkvæðinu. KR var fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 23-19 og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn kominn i 12 stig 50-38. Stjarnan réð ekkert við hraðann hjá KR og átti KR mjög auðvelt með að finna opið skot og átti Stjarnan fá svör við því. Vörn KR var einnig á köflum mjög öflug og var liðið greinlega mjög ákveðið í að bjóða Stjörnunni ekki annan möguleika á að landa sigri. KR náði mest 19 stiga forystu í þriðja leikhluta en Stjarnan er með baráttuglatt lið sem gefst ekki svo auðveldlega upp. Stjarnan náði að minnka muninn í tólf stig fyrir fjórða leikhluta 69-57 en KR hóf fjórða leikhluta með látum og gerðu út um leikinn strax í byrjun hans. KR náði 20 stiga forystu og þann mun átti Stjarnan aldrei möguleika á að brúa. KR-ingar hittu mjög vel í leiknum á sama tíma og löngu skotin fóru ekki niður hjá Stjörnunni. Munurinn fellst þó ekki síst í því að KR fékk mun opnari skot í leiknum þar sem Stjarnan réð lítið við hraða KR-liðsins. Martin: Gekk allt upp„Við vorum sammála um að við vorum ekki nógu góðir í fyrsta leiknum og vorum staðráðnir í að mæta og byrja af krafti en lendum svo 8-0 undir. Það var spark í rassinn og eftir það var þetta einstefna,“ sagði Martin Hermannsson sem átti góðan leik líkt og félagar hans í KR-liðinu allir. „Það gekk allt upp sem lögðum upp með. Við náðum að hægja á Justin (Shouse) og skotin voru að detta. Þau gerðu það ekki í fyrsta leiknum. „Við ætlum að keyra hraðann upp og þegar það gengur er erfitt að ráða við okkur. Við erum með góða breidd og þetta er okkar bolti, hraður bolti. „Vörnin okkar var 100% í dag og þegar hún er það þá fáum við auðveldar körfur og þar að leiðandi kemur stemning og skotin fara að detta. Við erum með góðar skyttur. „Þetta er liðs íþrótt og þegar við spilum saman er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Martin sem var einu frákasti frá þrefaldri tvennu í leiknum. „Ég fer brjálaður til Finns Orra, að fá ekki tíma til að taka þetta eina frákast,“ sagði Martin í léttum dúr. Teitur: Ekta KR leikur í kvöld„Mér fannst þetta vera í þokkalegu jafnvægi í fyrsta leikhluta en svo förum við að reyna að hlaupa með KR-ingum. Það getur það enginn og sérstaklega ekki við,“ sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar. „Þeir stjórnuðu hraðanum gjörsamlega frá a til ö og þess vegna áttum við ekki möguleika í þá. „Við vorum ekki að gera það sem við erum vanir að gera og erum búnir að gera í úrslitakeppninni. Við viljum frekar hægja á leiknum og spila langar sóknir en margar slæmar ákvarðanatökur hjá okkur gera það að verkum að það var ekkert jafnvægi til baka og KR-ingar eru svo góðir í þeirri stöðu. „Þetta var ekta KR leikur í kvöld og við erum lélegir í honum,“ sagði Teitur. KR stal sigrinum í fyrsta leik liðanna en Teitur telur það áfall ekki hafa fylgt sínu liði inn í leikinn í kvöld. „Við erum með ágætis reynslu í úrslitakeppninni og höfum sigrað og tapað. Við töpuðum fyrsta leiknum í undanúrslitum í fyrra og fórum áfram. Þannig að ég held að það sé engin afsökun. „Mér fannst það vera þokkaleg stemning í liðinu í byrjun en svo voru leikmenn hjá mér sem voru yfirspenntir og misstu hausinn,“ sagði Teitur sem hefur enn trú á að Stjarnan geti komist áfram þó liðið sé komið upp að veggnum fræga. „Það er alltaf möguleiki þó það sé ekki eitthvað sem öskrar á mann eftir þessa frammistöðu í kvöld en við ætlum að gefa því séns.Tölfræði leiksins:Stjarnan: Matthew James Hairston 28/12 fráköst/5 varin skot, Justin Shouse 13/6 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 11, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 2, Sæmundur Valdimarsson 2, Sigurður Dagur Sturluson 2, Fannar Freyr Helgason 0/5 fráköst.KR: Demond Watt Jr. 21/8 fráköst, Darri Hilmarsson 20, Martin Hermannsson 13/9 fráköst/10 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 13/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 9, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 7, Pavel Ermolinskij 6/10 fráköst/8 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Högni Fjalarsson 1.Bein textalýsing:Leik lokið (68-94): KR komið í 2-039. mínúta (66-92): Mennirnir aftast á bekkjum liðanna að spreyta sig núna og auðvitað fóru gæði leiksins niður við það.37. mínúta (66-91): Úrslitin er fyrir löngu ráðin.36. mínúta (64-89): Watt er með 21 stig og Darri 20.35. mínúta (64-84): Þetta helst í 20 stigum.33. mínúta (62-82): Hairston minnkar muninn í 20 stig.32. mínúta (57-79): Nei, bíddu. Martin er kominn með 8 stig, þristur úr horninu. Þrennuvaktin er glaðvakandi. Og á meðan það er skrifað, stolinn bolti og Martin kominn með 10 stig.31. mínúta (57-74): Ekki sú byrjun á fjórða leikhluta sem Stjarnan þurfti. Brynjar Þór með þrist og Martin með sniðskot. Martin er með 5 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar.3. leikhluta lokið (57-69): Helgi Már kominn með fjórar villur.29. mínúta (55-67): Hairston er með 21 stig fyrir Stjörnuna og Justin Shouse og Marvin 11 hvor.28. mínúta (53-65): Komið niður í tólf stig. Betri varnarleikur hjá Stjörnunni en liðið þarf mun meira af þvi.27. mínúta (51-65): Marvin með þrist, líflína fyrir Stjörnuna?25. mínúta (46-65): Enn hittir Darri, kominn með 18 stig.24. mínúta (44-62): Þrennuvaktin er vöknuð, Martin Hermannsson er með þrjú stig, átta fráköst og níu stoðsendingar. Þarf reyndar að fara að hitta betur en það kemur.23. mínúta (40-59): Hairston með rosalega troðslu, svo rosalega að hann liggur eftir meiddur. Vonum að það sé ekki alvarlegt.22. mínúta (40-54): Watt kominn á blað í seinni hálfleik.21. mínúta (40-52): Það verður erfitt fyrir Stjörnuna að vinna þetta upp en við skulum ekki útiloka liðið.Hálfleikur: Hairston fór á kostum hjá Stjörunni og skoraði 19 stig og tók 9 fráköst. Marvin og Jón Sverrisson skoruðu 6 stig hvor.Hálfleikur: Darri Hilmarsson skoraði 15 stig fyrir KR í hálfleiknum. Watt 13 og Helgi Már 11.Hálfleikur (38-50): KR frábært í þessum fyrri hálfleik. Stjarnan réð ekkert við hraðann í liðinu.19. mínúta (33-47): Stjarnan með óboðlegan varnarleik og Magni treður í andlitið á liðinu.19. mínúta (32-45): Helgi Már kominn með þrjár villur en KR er engu að síður í góðum málum.18. mínúta (32-41): Hairston með eina viðstöðulausa og það vekur áhorfendur svo sannarlega.17. mínúta (28-39): KR er 7 af 13 fyrir utan þriggja stiga línuna en Stjarnan er bara 2 af 11.16. mínúta (27-36): KR keyrir upp hraðann og Stjarnan á í erfiðleikum með að ráða við það.15. mínúta (25-31): Marvin kominn inn eftir langa hvíld og byrjar á sóknarfrákasti og körfu.14. mínúta (23-31): KR að spila hörku vörn og byggja á henni.13. mínúta (23-29): Þetta gerir KR svo vel, keyra upp og fá opið skot. Helgi Már er kominn með 9 stig.12. mínúta (21-26): Magni Hafsteinsson með þrist.11. mínúta (21-23): Stolinn bolti verður að tveimur stigum, alltaf gott að fá svoleiðis.1. leikhluta lokið (19-23): Hressandi fyrsti leikhluti. Stjarnan byrjaði betur en svo tók KR við sér áður en þetta jafnaðist aftur.9. mínúta (17-20): Marvin hjá Stjörnunni og Darri hjá KR komnir með tvær villur hvor.9. mínúta (14-19): Vörn Stjörnunnar að herðast.7. mínúta (12-19): Watt er kominn með 8 stig hjá KR og Hairston 7 hjá Stjörnunni.6. mínúta (12-17): Það rignir hjá KR. Tveir þristar í röð og deildarmeistararnir fara á kostum.6. mínúta (10-11): Höfum það 8-0 sprettur hjá KR.5. mínúta (10-9): Góður sprettur hjá gestunum, 6-04. mínúta (10-5): Hairston og Watt skiptast á körfum. Það er hiti í leikmönnum og vel tekist á.3. mínúta (8-3): Pavel með þrist.2. mínúta (8-0): Heimamenn mæta klárir til leiks. Hairston með fimm stig í röð.1. mínúta (3-0): Liðin byrjuðu á að skiptast á töpuðum boltum áður en Marvin Valdimarsson opnar kvöldið með þrist.Fyrir leik: Þá er veslan að hefjast og nokkuð þétt setið þó enn megi troða við enda stæðanna.Fyrir leik: Dagur Kári Jónsson er ekki með Stjörnunni í kvöld en talið er líklegt að hann verði klár í leik þrjú.Fyrir leik: Hér eru góðir leikmenn úr báðum liðum að mýkja strokuna og gott ef netið brennur ekki báðum megin á vellinum. Þetta veit allt á gott.Fyrir leik: Þegar hálftími er til leiks er nokkuð af fólki komið í salinn. Þetta er skynsamt fólk því það gæti orðið erfitt að fá góð sæti snemma hér í kvöld.Fyrir leik: KR vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur í tveimur jöfnum leikjum.Fyrir leik: Bæði lið fóru taplaus í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar og því var tap Stjörnunnar í DHL-höllinni fyrsta tap Stjörnunnar í úrslitakeppninni í ár.Fyrir leik: Það var mikil dramatík í fyrsta leiknum sem KR vann eftir framlengingu.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira