Sport

Einar Kristinn vann líka svigið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Kristinn Kristgeirsson.
Einar Kristinn Kristgeirsson. Vísir/Getty
Einar Kristinn Kristgeirsson er Íslandsmeistari í svigi karla en hann vann greinina í dag með nokkrum yfirburðum á Skíðalandsmótinu á Akureyri.

Einar Kristinn var rúmri sekúndu á undan næsta manni, Sturlu Snæ Snorrasyni. Timi Gasperin frá Slóveníu varð þriðji en næsti Íslendingar var Magnús Finnsson sem varð sjötti als.

Einar Kristinn vann einnig stórsvig karla sem fór fram í gær en þá hafði hann einnig nokkra yfirburði.

Í kvennaflokki varð Freydís Halla Einarsdóttir hlutskörpust í sviginu en hún vann brons í stórsvigi í gær. Erla Guðný Helgadóttir varð önnur og Aðalbjörg Pálsdóttir þriðja.

Helga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir, sem komust báðar á pall í stórsviginu, féllu úr leik í seinni ferðinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×