Fleiri ræða um tækifæri vegna loftlagsbreytinga Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2014 16:45 Skemmtiferðaskipið Costa Pacifica á Ísafjarðardjúpi. Mynd/Bæjarins besta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er ekki einn um það að benda á að loftlagsbreytingar skapi ný tækifæri á Norðurslóðum. Norski vefmiðillinn Barentsobserver, sem gefinn er út af Barentsskrifstofunni í Kirkenes, en hún heyrir undir norska utanríkisráðuneytið, birti í vikunni grein þar sem segir í fyrirsögn að hlýrri Norðurslóðir gætu örvað siglingar skemmtiferðaskipa. Fram kemur að hafnaryfirvöld í Múrmansk eru að endurbæta aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip til að mæta væntanlegri aukningu í siglingum með ferðamenn um Íshafið. Fjölgun skemmtiferðaskipa sé eitt af markmiðum rússneskra stjórnvalda með stofnun Norðurslóðaþjóðgarðs sem nái yfir eyjarnar Franz Josef Land og Novaya Zemlya. Þau vilji sjá ferðamennsku á rússnesku heimskautaeyjunum þróast eins og á Svalbarða hjá Norðmönnum. Í greininni er reyndar tekið fram að það sé goðsögn að siglingar skemmtiferðaskipa hafi stóraukist vegna bráðnunar hafíss. Vefmiðillinn vísar til talna sem sýna að á undanförnum níu árum hafi nær engin aukning orðið í fjölda ferðamanna á skemmtiferðaskipum til heimskautasvæða á Grænlandi, Rússlandi né í Kanada. Það sé aðeins til Svalbarða sem aukning hafi orðið. Vitnað er til þess að loftlagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi bent á hættu sem auknar siglingar skemmtiferðaskipa um Norðurslóðir gætu skapað. Samtök fyrirtækja sem bjóða upp á heimskautasiglingar benda hins vegar á að ranghugmyndir um raunverulegan fjölda ferðamanna gætu bæði skapað of miklar væntingar um viðskiptatækifæri en einnig ýkt hættuna. Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er ekki einn um það að benda á að loftlagsbreytingar skapi ný tækifæri á Norðurslóðum. Norski vefmiðillinn Barentsobserver, sem gefinn er út af Barentsskrifstofunni í Kirkenes, en hún heyrir undir norska utanríkisráðuneytið, birti í vikunni grein þar sem segir í fyrirsögn að hlýrri Norðurslóðir gætu örvað siglingar skemmtiferðaskipa. Fram kemur að hafnaryfirvöld í Múrmansk eru að endurbæta aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip til að mæta væntanlegri aukningu í siglingum með ferðamenn um Íshafið. Fjölgun skemmtiferðaskipa sé eitt af markmiðum rússneskra stjórnvalda með stofnun Norðurslóðaþjóðgarðs sem nái yfir eyjarnar Franz Josef Land og Novaya Zemlya. Þau vilji sjá ferðamennsku á rússnesku heimskautaeyjunum þróast eins og á Svalbarða hjá Norðmönnum. Í greininni er reyndar tekið fram að það sé goðsögn að siglingar skemmtiferðaskipa hafi stóraukist vegna bráðnunar hafíss. Vefmiðillinn vísar til talna sem sýna að á undanförnum níu árum hafi nær engin aukning orðið í fjölda ferðamanna á skemmtiferðaskipum til heimskautasvæða á Grænlandi, Rússlandi né í Kanada. Það sé aðeins til Svalbarða sem aukning hafi orðið. Vitnað er til þess að loftlagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi bent á hættu sem auknar siglingar skemmtiferðaskipa um Norðurslóðir gætu skapað. Samtök fyrirtækja sem bjóða upp á heimskautasiglingar benda hins vegar á að ranghugmyndir um raunverulegan fjölda ferðamanna gætu bæði skapað of miklar væntingar um viðskiptatækifæri en einnig ýkt hættuna.
Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira