Sport

Jórunn setti Íslandsmet | Diktumeðlimur meistari í karlaflokki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Aðsend
Íslandsmet var slegið þegar keppt var í 60 skotum í liggjandi riffli í Digranesi í gær.

Jórunn Harðardóttir, sem er formaður Skotfélags Reykjavíkur, varð Íslandsmeistari í greininni á nýju Íslandsmeti en hún fékk alls 615,5 stig. Bára Einarsdóttir varð önnur með 601,7 stig.

Jón Þór Sigurðsson, Skotfélagi Kópavogs, varð meistari í karlaflokki með 610,7 stig. Þess má geta að Jón Þór er betur þekktur sem tónlistarmaður þar sem hann er meðlimur í hljómsveitinni Diktu.

Jón Þór vann eftir harða keppni við Arnfinn Jónsson sem hlaut 610,2 stig. Þriðji varð svo Stefán E. Jónsson með 607,2 stig en báðir eru þeir úr Skotfélagi Kópavogs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×