Sport

Helga María tók annað gull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helga María Vilhjálmsdóttir.
Helga María Vilhjálmsdóttir. Mynd/ÍSÍ
Skíðalandsmóti Íslands lauk á Akureyri í dag en þá fór fram keppni í samhliðasvigi og í boðgöngu.

Arnar Geir Ísaksson gerði sér lítið fyrir og sló tvöföldum Íslandsmeistara í alpagreinum, Einari Kristni Kristgeirssyni, í úrslitum samhliðasvigs karla.

Helga María Vilhjálmsdóttir, Íslandsmeistari í stórsvigi kvenna, vann svo í kvennaflokki eftir að hafa unnið Freydísi Höllu Einarsdóttur í úrslitum. Freydís Halla varð meistari í svigi í gær.

Thelma Rut Jóhannesdóttir fékk svo brons í samhliðasvigi kvenna og Brynjar Jökull Guðmundsson í karlaflokki.

A-sveit Akureyrar varð hlutskörpust í boðgöngu karla en hana skipuðu Brynjar Leó Kristinsson, Vadim Gusev og Gísli Einar Árnason. Ísafjörður varð í öðru sæti og sveit Reykjavíkur í því þriðja. B- og C-sveitir komu svo næstar.

Í kvennaflokk bar sveit Ísafjarðar sigur úr býtum en hana skipuðu  Elena Dís Víðisdóttir og Guðbjörg Rós Sigurðardóttir. Blönduð sveit Ísafjarðar og Reykjavíkur varð önnur.


Tengdar fréttir

Einar Kristinn vann líka svigið

Einar Kristinn Kristgeirsson er Íslandsmeistari í svigi karla en hann vann greinina í dag með nokkrum yfirburðum á Skíðalandsmótinu á Akureyri.

Sævar kominn með fjögur gull

Svæar Birgisson vann í morgun gull í 10 km skíðagöngu með frjálsri aðferð á Skíðalandsmótinu sem fer nú fram á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×