Tinna Helgadóttir varð í dag Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna í badminton eftir sigur á Margréti Jóhannsdóttur í úrslitaleik.
Tinna varð Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja skiptið á ferlinum. Tinna hafði betur eftir tvær spennandi lotur, 21-19 og 22-20.
Þátttöku hennar á mótinu er þó ekki lokið þar sem hún á enn eftir að keppa til úrslita í tvíliðaleik og tvenndarleik.
Mótið fer fram í íþróttahúsinu í Strandgötu í Hafnarfirði.
Tinna Íslandsmeistari annað árið í röð
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
