Sport

Keppir með landsliðinu á HM þrátt fyrir fötlun

Draumur hinnar fjórtán ára Kolfinnu Bjarnadóttur um að keppa á HM rætast síðar í mánuðinum en þá fer hún með landsliði Íslands á heimsmeistaramót landsliða í Japan.

Þrátt fyrir ungan aldur og fötlun er Kolfinna komin í kvennalandsliðið í borðtennis en þegar hún fæddist kom í ljós að það vantaði á hana vinstri handlegginn fyrir neðan olnboga. Þrátt fyrir fötlun sína stoppar hana ekkert. Hún komst í meistaraflokk í byrjun þessa árs þá nýorðin 14 ára.

„Nei, það er ekkert erfitt. Ég hef bara vanist því,“ sagði Kolfinna um hvort það væri erfitt að stunda íþróttina. „Mér finnst fötlunin ekki skipta máli. Það skiptir meira máli að æfa sig.“

Kolfinna stefnir á að fara í borðtennismenntaskóla í Svíþjóð. Þessi hugrakka stúlka er þegar komin með 1. stig þjálfaragráðu alþjóða bortennissambandsins og er unglingaþjálfari hjá borðtennisdeild HK.

Einnig er rætt við Bjarna Þór Bjarnason, landsliðsþjálfara og föður Kolfinnu í myndbandinu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×