Ísland áhrifalaust með EES-samningum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. apríl 2014 09:27 Pia kynnti skýrsluna í morgun. Vísir/KJ „Spurningin snýst ekki um að standa alveg fyrir utan sambandið, heldur milli þess að viðhalda þeirri stöðu sem nú er uppi með EES-samningum, eða fullan þátt í Evrópusambandinu með öllum þeim réttindum sem því fylgja,“ sagði Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þegar hún kynnti skýrslu stofnunarinnar um Evrópumálin rétt í þessu. Í máli sínu fór Pia yfir EES-samninginn sem er hornsteinn samskipta Íslands við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur gefið út að hún leggi mikla áherslu á EES-samstarfið, en hún vilji ekki ganga inn í sambandið sjálft. Pia sagði að óhætt væri að áætla að Íslendingar hefðu nú þegar innleitt um tvo þriðju laga og reglugerða Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Samt væri Ísland eftirbátur Norðmanna, sem hefðu innleitt þrjá fjórðu hluta reglna ESB. Hún sagði spurninguna um inngöngu í Evrópusambandið því snúast um að halda áfram að taka við meiri hluta laga sambandsins án þess að hafa áhrif á þau – eða að ganga inn í sambandið og hafa áhrif eins og önnur aðildarríki. Pia var nokkuð gagnrýnin á EES-samninginn sem slíkan. Hún kallaði hann „embættismannasamning“ því erfitt væri fyrir kjörna fulltrúa að hafa áhrif á þau lög sem væru innleidd frá Evrópusambandinu. Þetta sé ein birtingarmynd hins svokallaða lýræðishalla. Hún talaði einnig um svokallaðan innleiðingahalla, sem er nýtilkominn. Íslendingar hafa varla undan að innleiða lög ESB og hafa þau safnast saman. Pia sagði einnig nauðsynlegt að gera breytingar á Stjórnarskrá Íslands, ef halda ætti áfram í EES-samstarfinu. Sem þátttakandi í samningnum séu Íslendingar undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins komnir í ýmsum málum og því þurfi að breyta Stjórnarskránni til að koma til móts við þá efnisþætti samningsins sem lúta þessu yfirþjóðlega valdi. Í máli sínu fór Pia einnig yfir samningsferlið í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Hún sagði viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig, sé miðað við önnur lönd og umfang samningsins. ESB-málið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
„Spurningin snýst ekki um að standa alveg fyrir utan sambandið, heldur milli þess að viðhalda þeirri stöðu sem nú er uppi með EES-samningum, eða fullan þátt í Evrópusambandinu með öllum þeim réttindum sem því fylgja,“ sagði Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þegar hún kynnti skýrslu stofnunarinnar um Evrópumálin rétt í þessu. Í máli sínu fór Pia yfir EES-samninginn sem er hornsteinn samskipta Íslands við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur gefið út að hún leggi mikla áherslu á EES-samstarfið, en hún vilji ekki ganga inn í sambandið sjálft. Pia sagði að óhætt væri að áætla að Íslendingar hefðu nú þegar innleitt um tvo þriðju laga og reglugerða Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Samt væri Ísland eftirbátur Norðmanna, sem hefðu innleitt þrjá fjórðu hluta reglna ESB. Hún sagði spurninguna um inngöngu í Evrópusambandið því snúast um að halda áfram að taka við meiri hluta laga sambandsins án þess að hafa áhrif á þau – eða að ganga inn í sambandið og hafa áhrif eins og önnur aðildarríki. Pia var nokkuð gagnrýnin á EES-samninginn sem slíkan. Hún kallaði hann „embættismannasamning“ því erfitt væri fyrir kjörna fulltrúa að hafa áhrif á þau lög sem væru innleidd frá Evrópusambandinu. Þetta sé ein birtingarmynd hins svokallaða lýræðishalla. Hún talaði einnig um svokallaðan innleiðingahalla, sem er nýtilkominn. Íslendingar hafa varla undan að innleiða lög ESB og hafa þau safnast saman. Pia sagði einnig nauðsynlegt að gera breytingar á Stjórnarskrá Íslands, ef halda ætti áfram í EES-samstarfinu. Sem þátttakandi í samningnum séu Íslendingar undir yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins komnir í ýmsum málum og því þurfi að breyta Stjórnarskránni til að koma til móts við þá efnisþætti samningsins sem lúta þessu yfirþjóðlega valdi. Í máli sínu fór Pia einnig yfir samningsferlið í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Hún sagði viðræðurnar hafa gengið hratt fyrir sig, sé miðað við önnur lönd og umfang samningsins.
ESB-málið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira